Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2019 16:20 Daphne Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. EPA/DOMENIC AQUILINA Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00
Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47
Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43
Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30