Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 16:30 Mohamed Salah var valinn maður leiksins en hér fagnar hann öðru markinu með liðsfélögum sínum í Liverpool. Getty/Marcio Machado Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira