Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 13:44 Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi. RÚV Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. Þetta segir saksóknari í málinu í samtali við The Namibian. Jóhannes var lykilstarfsmaður Samherja í Namibíu frá árin 2011 og 2016. Hann hefur í samtölum við Kveik og Al Jazeera lýst samskiptum sínum við embættismenn í Namibíu, þar á meðal tvo ráðherra sem eru á meðal ákærðu í málunum. Segist Jóhannes hafa að undirlagi forsvarsmanna Samherja tekið þátt í að bera fé á embættismenn í skiptum fyrir kvóta þar í landi.Sjá einnig: Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Namibian hefur eftir Mörthu Imalwa saksóknara að embætti hennar hafi þegar sett sig í samband við íslensk stjórnvöld. Þar sem Jóhannes njóti verndar verði að fá vilyrði frá stjórnvöldum hér á landi áður en hægt verði að kalla hann formlega fyrir dóminn. Í frétt Namibian er haft eftir lögmanni, sem kemur ekki fram undir nafni, að Jóhannes gæti verið lykilvitni í málinu. Sex namibískir áhrifamenn hafa nú verið ákærðir fyrir að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Þeir eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar.Á mánudag var greint frá því að sexmenningarnir hefðu fallið frá kröfum sínum um að vera látnir lausir gegn tryggingu. Þeir munu því sæta gæsluvarðhaldi til 20. febrúar næstkomandi. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. 3. desember 2019 10:27 Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. Þetta segir saksóknari í málinu í samtali við The Namibian. Jóhannes var lykilstarfsmaður Samherja í Namibíu frá árin 2011 og 2016. Hann hefur í samtölum við Kveik og Al Jazeera lýst samskiptum sínum við embættismenn í Namibíu, þar á meðal tvo ráðherra sem eru á meðal ákærðu í málunum. Segist Jóhannes hafa að undirlagi forsvarsmanna Samherja tekið þátt í að bera fé á embættismenn í skiptum fyrir kvóta þar í landi.Sjá einnig: Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Namibian hefur eftir Mörthu Imalwa saksóknara að embætti hennar hafi þegar sett sig í samband við íslensk stjórnvöld. Þar sem Jóhannes njóti verndar verði að fá vilyrði frá stjórnvöldum hér á landi áður en hægt verði að kalla hann formlega fyrir dóminn. Í frétt Namibian er haft eftir lögmanni, sem kemur ekki fram undir nafni, að Jóhannes gæti verið lykilvitni í málinu. Sex namibískir áhrifamenn hafa nú verið ákærðir fyrir að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Þeir eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar.Á mánudag var greint frá því að sexmenningarnir hefðu fallið frá kröfum sínum um að vera látnir lausir gegn tryggingu. Þeir munu því sæta gæsluvarðhaldi til 20. febrúar næstkomandi.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. 3. desember 2019 10:27 Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. 3. desember 2019 10:27
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56