Níundi desember er runninn upp, annar í aðventu að baki og fimmtán dagar til jóla. Spennan magnast hjá ungu kynslóðinni og ekki minnkaði hún með ofankomunni í nótt og í dag.
Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni.
Hér að neðan má sjá eftirminnilegt innslag úr Steypustöðinni á Stöð 2 árið 2017 þar sem Benedikt Erlingsson, Hilmir Snær og Ingvar E. Sigurðsson fóru á kostum í líklega besta boðskorti sem gert hefur verið fyrir fermingu hér á landi.
Fleiri brot úr Steypustöðinni má sjá hér.
