Handbolti

Agnar Smári: Þú stoppar ekkert 100 kíló

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Agnar Smári að skora eitt af mörkum sínum í leiknum í kvöld
Agnar Smári að skora eitt af mörkum sínum í leiknum í kvöld

 „Mér finnst ég vera að komast í fyrra form,“ sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals eftir sigur á FH í kvöld.

Aggi hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu leikjum en hann átti stórgóðan leik í dag 

„Ég er kannski ekki alveg kominn í fyrra form, eins og þeir sögðu í Seinni bylgjunni þá er ég ennþá smá ryðgaður, það þarf bara stálull á mig og þá er ég flottur,“ sagði Aggi.

Agnar Smári segist ekki hafa verið stressaður að þeir myndu missa leikinn frá sér líkt og áður á tímabilinu, hann hafði góða tilfiningu það sem eftir lifði leiks eftir slaka byrjun.

„Nei, mér fannst við alltaf vera með þetta. Við vorum lélegir fyrstu 10, svo fór vörnin að kikka inn og sóknin að gera sitt. Þá er allt í blóma hjá okkur.“ 

Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðaþjálfari Vals, kallaði á Agnar Smára í leiknum „Aggi keyrðu bara á þá, þeir eiga ekki séns í þig“ Aggi gerði eins og honum var sagt, keyrði á vörnina og skoraði. Aggi tekur undir það að þeir hafi ekki átt séns í hann.

„Já þú stoppar ekkert 100 kíló, nei oj ég get ekki sagt þetta, ég var bara flottur“ sagði Agnar Smári ósáttur við fyrsta svarið en tók þó undir það að hann hafi átt góðan leik.


Tengdar fréttir

FH-ingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 37 mánuði

FH-ingar kunna greinilega vel við sig á Hlíðarenda þar sem þeir verða í eldlínunni í kvöld þegar Valsmenn taka á móti FH í lokaleik fjórtándu umferðar Olís deildar karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×