Handbolti

Seinni bylgjan: Valsmenn geta farið alla leið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn geta farið langt í Áskorendabikar Evrópu, og jafnvel alla leið. Þetta sögðu þeir Halldór Sigfússon og Ágúst Jóhannsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið var m.a. rætt um möguleika Vals í Áskorendabikarnum. Valsmenn tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að slá Bregenz frá Austurríki úr leik um helgina, 62-52 samanlagt.

„Það eru áhugaverð lið í þessari keppni en engin stórlið. Það eru frábær úrslit að vinna Bregenz með tíu mörkum. Hver veit, ef þeir spila heima og að heiman, af hverju ekki 8-liða eða undanúrslit,“ sagði Halldór.

Ágúst hefur trú á Valsliðinu ekki síst vegna markvarðapars þess.

„Ég held þeir geti farið mjög langt. Ef allir eru heilir er Valur með frábært lið. Stóra málið finnst mér að Valur er tvo markverði í alþjóðlegum gæðaflokki. Það er mikilvægt og getur fleytt þeim langt. Í raun og veru geta þeir farið alla leið,“ sagði Ágúst.

Í Lokaskotinu var einnig rætt um bestu leikmenn Olís-deildanna á tímabilinu og hvort Haukar yrðu ósigraðir fram að jólum í Olís-deild karla.

Lokaskotið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×