Íslendingar jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki Heimsljós kynnir 25. nóvember 2019 16:15 Jasmin.Sessler Umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólk hefur aukist nánast í öllum heimshlutum á síðasta áratug, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í dag. Íslendingar eru jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki en könnunin náði til 167 þjóða og var unnin af fræðastofnuninni Legatum Institute í Bretlandi. Tadsíkistan er í neðsta sæti listans. Niðurstöðurnar eru hluti af viðamikilli könnun um framfarir í heiminum – The Legatum Prosperity Index - þar sem mældir eru margvíslegir þættir sem tengjast velferð og vellíðan, allt frá umhverfi fjárfesta til einstaklingsfrelsis. Ísland hafnar í tíunda sæti listans í heild en Danir í efsta sæti. Umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum eykst meðal 111 þjóða af 167 á síðustu tíu árum hvarvetna í heiminum að Austur-Evrópuþjóðum og þjóðum sunnan Sahara í Afríku undanskildum. Eftir því var tekið hve mikið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki hefur aukist, fyrir tíu árum var um fjórðungur jákvæður í garð þeirra en samkvæmt nýju könnunin tæplega þriðjungur. Þjóðirnar sem næstar Íslendingum koma eru Hollendingar og Norðmenn. Kanadamenn og Danir eru í fjórða og fimmta sæti. Meðal margra þjóðanna sem sýna minnst umburðarlyndi er samkynhneigð enn glæpsamleg og refsingar ná allt til dauðadóms fyrir karlmenn í Máritaníu og Sómalíu, en báðar þjóðirnar eru í einu af neðstu fimm sætum listans. Á það er hins vegar bent að þótt lögum hafi verið breytt og samkynhneigð verið afglæpavædd merki það ekki endilega ríkara umburðarlyndi í samfélaginu. Tadsíkistan er slíkt dæmi, þjóð sem mælist með minnst umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki en breytti lögum árið 1998 og afglæpavæddi samband samkynhneigðra. Ísland hefur á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda látið réttindi hinsegin fólks til sín taka, meðal annars í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og í starfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hinsegin Þróunarsamvinna Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent
Umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólk hefur aukist nánast í öllum heimshlutum á síðasta áratug, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í dag. Íslendingar eru jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki en könnunin náði til 167 þjóða og var unnin af fræðastofnuninni Legatum Institute í Bretlandi. Tadsíkistan er í neðsta sæti listans. Niðurstöðurnar eru hluti af viðamikilli könnun um framfarir í heiminum – The Legatum Prosperity Index - þar sem mældir eru margvíslegir þættir sem tengjast velferð og vellíðan, allt frá umhverfi fjárfesta til einstaklingsfrelsis. Ísland hafnar í tíunda sæti listans í heild en Danir í efsta sæti. Umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum eykst meðal 111 þjóða af 167 á síðustu tíu árum hvarvetna í heiminum að Austur-Evrópuþjóðum og þjóðum sunnan Sahara í Afríku undanskildum. Eftir því var tekið hve mikið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki hefur aukist, fyrir tíu árum var um fjórðungur jákvæður í garð þeirra en samkvæmt nýju könnunin tæplega þriðjungur. Þjóðirnar sem næstar Íslendingum koma eru Hollendingar og Norðmenn. Kanadamenn og Danir eru í fjórða og fimmta sæti. Meðal margra þjóðanna sem sýna minnst umburðarlyndi er samkynhneigð enn glæpsamleg og refsingar ná allt til dauðadóms fyrir karlmenn í Máritaníu og Sómalíu, en báðar þjóðirnar eru í einu af neðstu fimm sætum listans. Á það er hins vegar bent að þótt lögum hafi verið breytt og samkynhneigð verið afglæpavædd merki það ekki endilega ríkara umburðarlyndi í samfélaginu. Tadsíkistan er slíkt dæmi, þjóð sem mælist með minnst umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki en breytti lögum árið 1998 og afglæpavæddi samband samkynhneigðra. Ísland hefur á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda látið réttindi hinsegin fólks til sín taka, meðal annars í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og í starfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hinsegin Þróunarsamvinna Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent