Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Þetta kemur fram í bréfi frá lögmanni þeirra sem namibískir fjölmiðlar greina frá í dag.
Hákarlarnir þrír eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, James Hatuikulipi og Tamson Fitty Hatuikulipi, frændi James og tengdasonur Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem handtekinn var á dögunum en sleppt úr haldi um helgina.
Í bréfi sem lögmaður þeirra þriggja og manns að nafni Pius Natangwe Mwatelulo sendi til Paulus Noa, yfirmanns spillingarlögreglunnar, er grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur þeirra fjögurra sé enn í gildi. Ef svo sé segir lögmaðurinn að fjórmenningarnir vilji gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu.
Þá eru Shanghala og James Hatuikulipi sagðir væntanlegir til Namibíu í dag frá Suður-Afríku. Segir lögmaðurinn að þeir séu ekki í felum líkt og greint hafi verið frá og þeir séu reiðubúnir til samstarfs við lögregu vegna rannsóknar málsins.
Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram

Tengdar fréttir

Samherjamálið skref fyrir skref
Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi.

Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir
Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun.

Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“
Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu.