Aðventan er til að njóta Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2019 07:00 "Það er eitthvað svo magnað við það þegar Laddi syngur línuna: "Fagna sigri ljóssins!“ af innlifun. Því er það ekki nákvæmlega þetta sem jólin snúast um?“ segir Diljá. SIGTRYGGUR ARI Diljá Ámundadóttir Zoëga er svo mikið jólabarn að vinir hennar kalla hana stundum Diljól. Hún er varaborgarfulltrúi Viðreisnar en tekur sér tíma til að njóta þess að undirbúa jólin strax í nóvember. Diljá er með fastar hefðir á aðventunni.Hvaðan kemur þetta jólalega gælunafn?Mig minnir að nafnið „Diljól“ hafi orðið til fyrir 10 árum þegar ég hélt mjög stórt jólapartí heima hjá mér og fékk Helgu Möller til að koma og syngja okkur öll í hátíðarskap.Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin og hvað felst helst í þeim undirbúningi?Ég byrja að stilla yfir í jólagír á fyrsta í „preventu“ sem er fyrsti sunnudagur í nóvember. Nóvember reyndist mér stundum erfiður hérna áður fyrr. Skammdegið dregur úr manni orku, drifkraft og almenna gleði. Það hefur hins vegar lagast mikið með því að setja upp preventuskrautið snemma. Það skraut samanstendur af jólastjörnu, ljósaseríum og jólatréslampa og svo spila ég nokkur jólalög á dag. Svo held ég líka alltaf eitt árlegt jólaboð í nóvember. Við borðum saman graflax og piparkökur og spilum borðspil.Hvað gerir þú vanalega á aðventunni?Ég er með margar fastar hefðir á aðventunni og þeim fer fjölgandi. Það er auðvitað öl og smØrre á Jómfrúnni með góðum vinum. Síðan reyni ég alltaf að fara á jólatónleika. Lengi vel voru það Jólagestir Bó en síðastliðin ár hef ég yljað jólahjartanu á Siggu og Sigga. Í ár ætla ég að sjá Prins Jóló í Gamla bíói og fara á jólatónleika Schola Cantorum í Hallgrímskirkju. Ég held litlu-jól fyrir alla saumaklúbbana mína og set því jólatréð upp snemma svo allir klúbbarnir geti notið góðs af. Svo verð ég að minnast á hvað Reykjavík er orðin ofboðslega falleg jólaborg. Ég nýt þess að skoða skreytingar sem lýsa upp skammdegið. Loks er gaman að fara á skautasvellið á Ingólfstorgi, sjá kveikt á jólatrénu á Austurvelli og leita uppi jólavættir víðs vegar um borgina.Ertu með fastar jólahefðir?Eins og ég held fast í aðventuhefðirnar þá er mér alveg sama um jólin sjálf, þannig séð. Nema mér finnst ómissandi að skríða upp í rúm á jólanótt með nýja bók. Svo fórum við í miðnæturmessu í fyrra – og það var svo hátíðlegt að ég vil helst gera það að einu sönnu jólahefðinni.Bakar þú fyrir jólin eða gerir jólasælgæti?Ég fer alltaf í konfektgerð hjá mömmu á aðventunni. Við gerum svakalega fallegt konfekt sem við gefum svo velvöldum nautnaseggjum í jólagjöf.Hver er fyrsta jólaminningin þín?Ég man eftir að hafa fengið skíðasett í jólagjöf frá ömmu og afa jólin sem ég var 5 ára. Ég var afar óþolinmótt barn og krafðist þess að fá að fara út á hól rétt hjá heimilinu og prófa skíðin. Ég man eftir að hafa staðið efst á hólnum, hágrátandi því ég skildi ekkert í því að ég gæti ekki bara skíðað niður eins og fólkið sem ég hafði séð í sjónvarpinu á Vetrarólympíuleikunum.Hvernig er Þorláksmessan hjá þér?Þorláksmessukvöld er hátíð út af fyrir sig – segir í laginu. Ég er sammála því. Við fjölskyldan förum alltaf í skötu á veitingastaðnum Höfninni. Svo förum við æskuvinkonurnar alltaf saman á Laugaveginn, kíkjum í Kormák & Skjöld og fáum okkur púrtvínsglas og hittum aðra Þorláksmessujólasveina.Hvað er í jólamatinn hjá þér?Síðustu 12 ár eða svo höfum við verið með plómuönd á aðfangadagskvöld en í ár ætlum við að prófa eitthvað nýtt. Það verður kalkúnn með rjómasveppasósu, graskersmús, rósakáli og heimagerðu rauðkáli. Ég er á ketó mataræðinu og því verður gaman að gera máltíðina ketóvæna og búa svo til heimagerðan súkkulaðirjómaís í eftirrétt.Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?Það er alltaf nýtt uppáhalds jólalag fyrir hver jól. Þetta eru alls konar lög og ástæðurnar fyrir ástfóstrinu eru ólíkar. Fyrir þessi jólin er það lagið „Snjókorn falla“ með Ladda. Það er bara eitthvað svo magnað við það þegar Laddi syngur línuna: „Fagna sigri ljóssins!“ af innlifun. Því er það ekki nákvæmlega þetta sem jólin snúast um? Það finnst mér. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gyðingakökur Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Trúum á allt sem gott er Jól Sannkallaðir hátíðadrengir Jól Svona á að pakka fallega Jólin Jólalag dagsins: Heims um ból með Jóhönnu Guðrúnu og Gospelkór Fíladelfíu Jól
Diljá Ámundadóttir Zoëga er svo mikið jólabarn að vinir hennar kalla hana stundum Diljól. Hún er varaborgarfulltrúi Viðreisnar en tekur sér tíma til að njóta þess að undirbúa jólin strax í nóvember. Diljá er með fastar hefðir á aðventunni.Hvaðan kemur þetta jólalega gælunafn?Mig minnir að nafnið „Diljól“ hafi orðið til fyrir 10 árum þegar ég hélt mjög stórt jólapartí heima hjá mér og fékk Helgu Möller til að koma og syngja okkur öll í hátíðarskap.Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin og hvað felst helst í þeim undirbúningi?Ég byrja að stilla yfir í jólagír á fyrsta í „preventu“ sem er fyrsti sunnudagur í nóvember. Nóvember reyndist mér stundum erfiður hérna áður fyrr. Skammdegið dregur úr manni orku, drifkraft og almenna gleði. Það hefur hins vegar lagast mikið með því að setja upp preventuskrautið snemma. Það skraut samanstendur af jólastjörnu, ljósaseríum og jólatréslampa og svo spila ég nokkur jólalög á dag. Svo held ég líka alltaf eitt árlegt jólaboð í nóvember. Við borðum saman graflax og piparkökur og spilum borðspil.Hvað gerir þú vanalega á aðventunni?Ég er með margar fastar hefðir á aðventunni og þeim fer fjölgandi. Það er auðvitað öl og smØrre á Jómfrúnni með góðum vinum. Síðan reyni ég alltaf að fara á jólatónleika. Lengi vel voru það Jólagestir Bó en síðastliðin ár hef ég yljað jólahjartanu á Siggu og Sigga. Í ár ætla ég að sjá Prins Jóló í Gamla bíói og fara á jólatónleika Schola Cantorum í Hallgrímskirkju. Ég held litlu-jól fyrir alla saumaklúbbana mína og set því jólatréð upp snemma svo allir klúbbarnir geti notið góðs af. Svo verð ég að minnast á hvað Reykjavík er orðin ofboðslega falleg jólaborg. Ég nýt þess að skoða skreytingar sem lýsa upp skammdegið. Loks er gaman að fara á skautasvellið á Ingólfstorgi, sjá kveikt á jólatrénu á Austurvelli og leita uppi jólavættir víðs vegar um borgina.Ertu með fastar jólahefðir?Eins og ég held fast í aðventuhefðirnar þá er mér alveg sama um jólin sjálf, þannig séð. Nema mér finnst ómissandi að skríða upp í rúm á jólanótt með nýja bók. Svo fórum við í miðnæturmessu í fyrra – og það var svo hátíðlegt að ég vil helst gera það að einu sönnu jólahefðinni.Bakar þú fyrir jólin eða gerir jólasælgæti?Ég fer alltaf í konfektgerð hjá mömmu á aðventunni. Við gerum svakalega fallegt konfekt sem við gefum svo velvöldum nautnaseggjum í jólagjöf.Hver er fyrsta jólaminningin þín?Ég man eftir að hafa fengið skíðasett í jólagjöf frá ömmu og afa jólin sem ég var 5 ára. Ég var afar óþolinmótt barn og krafðist þess að fá að fara út á hól rétt hjá heimilinu og prófa skíðin. Ég man eftir að hafa staðið efst á hólnum, hágrátandi því ég skildi ekkert í því að ég gæti ekki bara skíðað niður eins og fólkið sem ég hafði séð í sjónvarpinu á Vetrarólympíuleikunum.Hvernig er Þorláksmessan hjá þér?Þorláksmessukvöld er hátíð út af fyrir sig – segir í laginu. Ég er sammála því. Við fjölskyldan förum alltaf í skötu á veitingastaðnum Höfninni. Svo förum við æskuvinkonurnar alltaf saman á Laugaveginn, kíkjum í Kormák & Skjöld og fáum okkur púrtvínsglas og hittum aðra Þorláksmessujólasveina.Hvað er í jólamatinn hjá þér?Síðustu 12 ár eða svo höfum við verið með plómuönd á aðfangadagskvöld en í ár ætlum við að prófa eitthvað nýtt. Það verður kalkúnn með rjómasveppasósu, graskersmús, rósakáli og heimagerðu rauðkáli. Ég er á ketó mataræðinu og því verður gaman að gera máltíðina ketóvæna og búa svo til heimagerðan súkkulaðirjómaís í eftirrétt.Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?Það er alltaf nýtt uppáhalds jólalag fyrir hver jól. Þetta eru alls konar lög og ástæðurnar fyrir ástfóstrinu eru ólíkar. Fyrir þessi jólin er það lagið „Snjókorn falla“ með Ladda. Það er bara eitthvað svo magnað við það þegar Laddi syngur línuna: „Fagna sigri ljóssins!“ af innlifun. Því er það ekki nákvæmlega þetta sem jólin snúast um? Það finnst mér.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gyðingakökur Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Trúum á allt sem gott er Jól Sannkallaðir hátíðadrengir Jól Svona á að pakka fallega Jólin Jólalag dagsins: Heims um ból með Jóhönnu Guðrúnu og Gospelkór Fíladelfíu Jól