Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 10:29 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02