Fyrrverandi markverði Hattar hrósað fyrir viðbrögð við hatursorðræðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2019 22:45 Ryan Allsop lék vel með Hetti sumarið 2012. vísir/getty Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe. Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe.
Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00