Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. nóvember 2019 14:00 Kia XCeed hlaut Gullna stýrið. Vísir/Askja Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. Kia XCeed vann í flokki bifreiða sem kosta undir 35 þúsund evrum (tæplega 4,8 milljónum króna) og var valinn sigurvegari eftir harða samkeppni við alls 58 nýja bíla. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover).Hér að neðan má sjá myndband frá Kia um Xceed.XCeed er vel útbúinn bíll og má sem dæmi nefna nefna 10,25“ upplýsingaskjá og 12,3“LCD mælaborð. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið. Kia hefur lagt mikið í að gera XCeed sem bestan í aksturseiginleikum og þæginda- og öryggisstuðullinn er einnig mjög hár. Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi, frumsýndi XCeed á dögunum. Bíllinn er nú fáanlegur með 1,0 og 1,4 bensínvélum, með framhjóladrifi og 7 þrepa DCT sjálfskiptingu, en á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu. Bílar Tengdar fréttir Kia frumsýnir XCeed Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti. 31. október 2019 14:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. Kia XCeed vann í flokki bifreiða sem kosta undir 35 þúsund evrum (tæplega 4,8 milljónum króna) og var valinn sigurvegari eftir harða samkeppni við alls 58 nýja bíla. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover).Hér að neðan má sjá myndband frá Kia um Xceed.XCeed er vel útbúinn bíll og má sem dæmi nefna nefna 10,25“ upplýsingaskjá og 12,3“LCD mælaborð. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið. Kia hefur lagt mikið í að gera XCeed sem bestan í aksturseiginleikum og þæginda- og öryggisstuðullinn er einnig mjög hár. Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi, frumsýndi XCeed á dögunum. Bíllinn er nú fáanlegur með 1,0 og 1,4 bensínvélum, með framhjóladrifi og 7 þrepa DCT sjálfskiptingu, en á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu.
Bílar Tengdar fréttir Kia frumsýnir XCeed Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti. 31. október 2019 14:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Kia frumsýnir XCeed Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti. 31. október 2019 14:00