Fótbolti

Mamma Ronaldos segir að mafían í fótboltanum vinni gegn honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mæðginin á góðri stundu.
Mæðginin á góðri stundu. vísir/getty
Doloros Aveiro, móðir Cristianos Ronaldo, segir að sonur sinn fái ósanngjarna meðferð því hann er frá Portúgal og hin svokallaða fótboltamafía vinni gegn honum.

„Það er mafía í fótboltanum. Ef þú horfir á það sem gerst hefur sérðu að mafían er þar að störfum,“ sagði Aveiro í viðtali í portúgalska dagblaðinu A Bola.

„Ef hann væri enskur eða spænskur hefðu þeir ekki gert það sem þeir hafa gert. En hann er portúgalskur og frá Madeira og þess vegna gerðist þetta,“ sagði Aveiro án þess þó að skýra nánar hvers konar órétti Ronaldo hafi verið beittur.

Aveiro segir að sonur sinn eigi skilið að vinna Gullboltann í ár.

„Ég veit ekki hvort hann fær verðlaunin en ég er bjartsýn. Hann á þau skilið miðað við það sem hann hefur afrekað í ár,“ sagði Aveiro.

Ronaldo hefur skorað sex mörk í tólf leikjum fyrir Juventus á þessu tímabili. Hann varð ítalskur meistari með liðinu á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×