Fótbolti

Balotelli: Ættuð að skammast ykkar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Balotelli á leið af velli í gær
Balotelli á leið af velli í gær vísir/getty
Ítalski framherjinn Mario Balotelli gekk af velli eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í ítölsku úrvalsdeldinni í gær.

Leikurinn var í kjölfarið stöðvaður en eftir að hann fór aftur af stað tókst Balotelli að skora mark fyrir framan stúkuna þaðan sem apahljóðum var beint í áttina að honum.

Balotelli sendi kveðju á Instagram reikningi sínum í kjölfarið þar sem hann þakkar veittan stuðning um leið og hann skýtur föstum skotum á forráðamenn Hellas Verona sem hafa látið hafa eftir sér að ekkert kynþáttaníð hafi átt sér stað.

„Ég vil þakka öllum kollegum mínum innan og utan vallar fyrir að sýna mér stuðning og öll skilaboðin sem ég hef fengið frá aðdáendum mínu. Þið hafið sýnt að þið eruð alvöru fólk; annað en þau sem neita því að þetta hafi átt sér stað,“ segir Balotelli.

„Til þeirra sem gerðu þessi apahljóð vil ég segja: Skammist ykkar, skammist ykkar fyrir framan börnin ykkar, eiginkonur, foreldra, ættingja og annarra. Þið eruð til skammar,“ segir Balotelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×