„Hélt það væri ómögulegt að ná Schumacher“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2019 13:30 Hamilton fagnar sjötta heimsmeistaratitlinum. vísir/getty Lewis Hamilton tryggði sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 í Texas í gær. Hann vantar nú aðeins einn heimsmeistaratitil til að jafna met Michaels Schumacher sem varð sjö sinnum heimsmeistari á árunum 1994-2004. Hamilton segist aldrei hafa dreymt um að ná Schumacher. „Ég hef alltaf sagt að það var ekki markmið hjá mér að ná Michael. Ég hélt að það væri ómögulegt,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í Texas í gær. „Núna er ég svo nálægt en samt svo langt frá þessu að ég næ ekki utan um það.“ Hamilton varð annar í bandaríska kappakstrinum í gær á eftir liðsfélaga sínum á Mercedes, Valtteri Bottas. Þegar tveimur keppnum er ólokið er Hamilton með 381 stig í keppni ökuþóra, 67 stigum á undan Bottas. Næsta keppni tímabils fer fram í Brasilíu sunnudaginn 17. nóvember. Hamilton hefur tvisvar sinnum unnið sigur í brasilíska kappakstrinum (2016 og 2018). Formúla Tengdar fréttir Hamilton heimsmeistari í sjötta sinn Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í sjötta sinn eftir að hafa lent í öðru sæti í kappakstrinum í Texas. 3. nóvember 2019 21:08 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 í Texas í gær. Hann vantar nú aðeins einn heimsmeistaratitil til að jafna met Michaels Schumacher sem varð sjö sinnum heimsmeistari á árunum 1994-2004. Hamilton segist aldrei hafa dreymt um að ná Schumacher. „Ég hef alltaf sagt að það var ekki markmið hjá mér að ná Michael. Ég hélt að það væri ómögulegt,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í Texas í gær. „Núna er ég svo nálægt en samt svo langt frá þessu að ég næ ekki utan um það.“ Hamilton varð annar í bandaríska kappakstrinum í gær á eftir liðsfélaga sínum á Mercedes, Valtteri Bottas. Þegar tveimur keppnum er ólokið er Hamilton með 381 stig í keppni ökuþóra, 67 stigum á undan Bottas. Næsta keppni tímabils fer fram í Brasilíu sunnudaginn 17. nóvember. Hamilton hefur tvisvar sinnum unnið sigur í brasilíska kappakstrinum (2016 og 2018).
Formúla Tengdar fréttir Hamilton heimsmeistari í sjötta sinn Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í sjötta sinn eftir að hafa lent í öðru sæti í kappakstrinum í Texas. 3. nóvember 2019 21:08 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton heimsmeistari í sjötta sinn Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í sjötta sinn eftir að hafa lent í öðru sæti í kappakstrinum í Texas. 3. nóvember 2019 21:08