Uppgjör: Hamilton tryggði sér titilinn í spennandi kappakstri Bragi Þórðarson skrifar 4. nóvember 2019 22:00 Bottas fagnaði sigri í kvöldsólinni í Texas er Hamilton fagnaði sínum sjötta titli. Getty Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegar í bandaríska Formúlu 1 kappakstrinum um helgina. Bottas þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum en liðsfélagi hans, Lewis Hamtilon endaði annar og tryggði sér því sinn sjötta titil í greininni. Bottas byrjaði á ráspól en Hamilton aðeins fimmti eftir slæma tímatöku hjá Bretanum. ,,Ég horfði ekkert á bílinn fyrir framan, ég hafði bara augu á fyrsta sætinu'' sagði Hamilton um ræsinguna. Lewis var strax á fyrsta hring kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa tekið fram úr báðum Ferrari bílunum sem byrjuðu kappaksturinn hræðilega.Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey fagnaði titlinum með Lewis.GettyLeclerc í einskinsmannslandiCharles Leclerc hefur átt góðu gengi að fagna á síðari hluta tímabilsins en lítið gekk hjá Mónakó búanum í Bandaríkjunum um helgina. Leclerc ræsti fjórði og endaði á sama stað eftir hringina 56 sem eknir voru á Circuit of the Americas brautinni í Texas. Charles var aldrei nálægt því að keppa um sæti á verðlaunapalli og virtist Ferrari bíllinn eiga langt í land. Það fór ver hjá liðsfélaga Leclerc, Sebastian Vettel. Þjóðverjinn var í tómu barsli með bíl sinn fyrstu átta hringi keppninnar og kom í ljós að fjöðrunarbúnaður bílsins var skemmdur. Á áttunda hring gaf spyrna sig hægra megin að aftan og varð Vettel frá að hverfa. Nú þegar Hamilton er búinn að tryggja sér titilinn færast augun að slagnum um þriðja sætið í mótinu. Bottas er öruggur með annað sætið en Leclerc, Verstappen og Vettel berjast um það þriðja. Aðeins 19 stig skilja að ökumennina þrjá þegar tvær keppnir eru eftir. Næsta umferð fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegar í bandaríska Formúlu 1 kappakstrinum um helgina. Bottas þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum en liðsfélagi hans, Lewis Hamtilon endaði annar og tryggði sér því sinn sjötta titil í greininni. Bottas byrjaði á ráspól en Hamilton aðeins fimmti eftir slæma tímatöku hjá Bretanum. ,,Ég horfði ekkert á bílinn fyrir framan, ég hafði bara augu á fyrsta sætinu'' sagði Hamilton um ræsinguna. Lewis var strax á fyrsta hring kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa tekið fram úr báðum Ferrari bílunum sem byrjuðu kappaksturinn hræðilega.Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey fagnaði titlinum með Lewis.GettyLeclerc í einskinsmannslandiCharles Leclerc hefur átt góðu gengi að fagna á síðari hluta tímabilsins en lítið gekk hjá Mónakó búanum í Bandaríkjunum um helgina. Leclerc ræsti fjórði og endaði á sama stað eftir hringina 56 sem eknir voru á Circuit of the Americas brautinni í Texas. Charles var aldrei nálægt því að keppa um sæti á verðlaunapalli og virtist Ferrari bíllinn eiga langt í land. Það fór ver hjá liðsfélaga Leclerc, Sebastian Vettel. Þjóðverjinn var í tómu barsli með bíl sinn fyrstu átta hringi keppninnar og kom í ljós að fjöðrunarbúnaður bílsins var skemmdur. Á áttunda hring gaf spyrna sig hægra megin að aftan og varð Vettel frá að hverfa. Nú þegar Hamilton er búinn að tryggja sér titilinn færast augun að slagnum um þriðja sætið í mótinu. Bottas er öruggur með annað sætið en Leclerc, Verstappen og Vettel berjast um það þriðja. Aðeins 19 stig skilja að ökumennina þrjá þegar tvær keppnir eru eftir. Næsta umferð fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira