Minnsta aukning umferðar í átta ár Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Hugsanlega er um raunsamdrátt íumferð á höfuðborgarsvæðinu að ræða. Vísir/Vilhelm Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun. Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun.
Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent