Uppgjör: Hamilton sigrar en þarf að bíða eftir titlinum Bragi Þórðarson skrifar 28. október 2019 23:00 Sigurinn í Mexíkó var tíundi sigur Hamilton á árinu Getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í mexíkóska kappakstrinum um helgina. Með sigrinum er Hamilton aðeins fjórum stigum frá sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Keppnin í Mexíkó var sú átjánda af tuttugu og einni í ár og var kappakstur helgarinnar afar líflegur. Hamilton ræsti fjórði og voru vinningslíkur hans taldar afar litlar, sérstaklega þar sem Mercedes liðinu hefur gengið frekar illa í Mexíkó síðastliðin ár. Í ræsingunni þvingaði Sebastian Vettel Hamilton út á grasið og datt Bretinn því niður í fimmta sætið á fyrsta hring.Slagurinn var harður á fyrstu hringjum Mexíkó kappakstursinsGettyVerstappen of djarfur enn eina ferðinaMax Verstappen átti ekki góða helgi í Mexíkó. Eftir að hafa tryggt sér ráspólinn í tímatökum var honum refsað um þrjú sæti fyrir að aka of hratt undir gulum flöggum. Fyrir vikið ræsti Hollendingurinn þriðji og samstuð við Valtteri Bottas á fjórða hring varð til þess að Max sprengdi afturdekk og féll niður í síðasta sæti. Á blaðamannafundi eftir kappaksturinn voru allir ökumenn sammála um að framúrakstur Verstappen var algjörlega glórulaus. Að lokum endaði Max sjötti, gríðarlega svekkjandi í keppni sem Red Bull bíllinn var mjög samkeppnishæfur.Ferrari tapaði kappakstrinum á þjónustusvæðinuGettyFerrari með allt niðrum sigÞað varð ljóst á fjórða hring að Verstappen var ekki að fara vinna keppnina. Leit þá allt út fyrir nokkuð auðveldan sigur Ferrari er ökumenn liðsins sátu í fyrsta og öðru sæti og höfðu Ferrari bílarnir verið reglulega hraðari en Mercedes alla helgina. Ítalska liðið ákvað þá að láta Charles Leclerc stoppa tvisvar í dekkjaskipti þrátt fyrir að Hamilton ætlaði bara að stoppa einu sinni. Þessi ákvörðun var kolröng og til að bæta gráu ofan á svart tafðist Leclerc um 6 sekúndur í seinna stoppinu er liðsmenn hans voru of lengi að koma einu dekkinu undir Ferrari bílinn. Fyrir vikið endaði Leclerc í fjórða sæti eftir að hafa ræst á ráspól. Vettel stoppaði aðeins einu sinni rétt eins og Hamilton. En Þjóðverjinn stoppaði frekar seint og hafði bara möguleika á að nota hörðustu dekkin. Þegar Sebastian kom aftur út á brautina úr þjónustusvæðinu var Hamilton langt á undan, má því segja að Ferrari hafi gefið Bretanum sigurinn á silfurfati. Vettel endaði annar og Bottas þriðji. Úrslitin þýða að Hamilton vantar aðeins fjögur stig til viðbótar til að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist Bottas ekki að sigra í næstu keppni verður Lewis meistari í Bandaríkjunum. Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í mexíkóska kappakstrinum um helgina. Með sigrinum er Hamilton aðeins fjórum stigum frá sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Keppnin í Mexíkó var sú átjánda af tuttugu og einni í ár og var kappakstur helgarinnar afar líflegur. Hamilton ræsti fjórði og voru vinningslíkur hans taldar afar litlar, sérstaklega þar sem Mercedes liðinu hefur gengið frekar illa í Mexíkó síðastliðin ár. Í ræsingunni þvingaði Sebastian Vettel Hamilton út á grasið og datt Bretinn því niður í fimmta sætið á fyrsta hring.Slagurinn var harður á fyrstu hringjum Mexíkó kappakstursinsGettyVerstappen of djarfur enn eina ferðinaMax Verstappen átti ekki góða helgi í Mexíkó. Eftir að hafa tryggt sér ráspólinn í tímatökum var honum refsað um þrjú sæti fyrir að aka of hratt undir gulum flöggum. Fyrir vikið ræsti Hollendingurinn þriðji og samstuð við Valtteri Bottas á fjórða hring varð til þess að Max sprengdi afturdekk og féll niður í síðasta sæti. Á blaðamannafundi eftir kappaksturinn voru allir ökumenn sammála um að framúrakstur Verstappen var algjörlega glórulaus. Að lokum endaði Max sjötti, gríðarlega svekkjandi í keppni sem Red Bull bíllinn var mjög samkeppnishæfur.Ferrari tapaði kappakstrinum á þjónustusvæðinuGettyFerrari með allt niðrum sigÞað varð ljóst á fjórða hring að Verstappen var ekki að fara vinna keppnina. Leit þá allt út fyrir nokkuð auðveldan sigur Ferrari er ökumenn liðsins sátu í fyrsta og öðru sæti og höfðu Ferrari bílarnir verið reglulega hraðari en Mercedes alla helgina. Ítalska liðið ákvað þá að láta Charles Leclerc stoppa tvisvar í dekkjaskipti þrátt fyrir að Hamilton ætlaði bara að stoppa einu sinni. Þessi ákvörðun var kolröng og til að bæta gráu ofan á svart tafðist Leclerc um 6 sekúndur í seinna stoppinu er liðsmenn hans voru of lengi að koma einu dekkinu undir Ferrari bílinn. Fyrir vikið endaði Leclerc í fjórða sæti eftir að hafa ræst á ráspól. Vettel stoppaði aðeins einu sinni rétt eins og Hamilton. En Þjóðverjinn stoppaði frekar seint og hafði bara möguleika á að nota hörðustu dekkin. Þegar Sebastian kom aftur út á brautina úr þjónustusvæðinu var Hamilton langt á undan, má því segja að Ferrari hafi gefið Bretanum sigurinn á silfurfati. Vettel endaði annar og Bottas þriðji. Úrslitin þýða að Hamilton vantar aðeins fjögur stig til viðbótar til að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist Bottas ekki að sigra í næstu keppni verður Lewis meistari í Bandaríkjunum.
Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira