Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér embætti og að ríkisstjórn hans muni láta af störfum í von um að lát verði á tveggja vikna mótmælum sem lamað hafa landið.
Mörg hundruð þúsund manna hafa tekið þátt í mótmælunum þar sem má sjá skilti með ákall gegn spillingu í stjórnkerfinu og niðurskurðaraðgerðum líbanskra stjórnvalda. Skuldastaða líbanska ríkisins er há og hagvöxtur lítill.
Blossuðu mótmælin upp eftir að tilkynnt var að til stæði að koma á skatti á myndbandssamtöl í spjallforritinu WhatsApp.
Mótmælendur hafa lokað vegum í miðborg höfuðborgarinnar Beirút. Sömuleiðis er búið að loka fjölda skóla, banka og háskóla en svo virðist sem að tillögur ríkisstjórnarinnar sem áttu að lægja öldurnar hafi ekki fallið í kramið.
Hariri segir að til þess að lægja öldurnar sé róttækra aðgerða þörf og því hafi hann ákveðið að segja af sér embætti.
Segir af sér eftir tveggja vikna mótmæli

Tengdar fréttir

Kynna umbótatillögur ætluðum að lægja öldurnar í Líbanon
Mótmælin hafa nú staðið í fimm daga og hafa margir óskað eftir að boðað verði til allsherjarverkfalls í landinu.

Þúsundir tóku víkingaklappið í mótmælum í Beirút
Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt.