Ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2019 19:00 Hariri afhendir Michel Aoun afsagnarbréf sitt. AP/Dalati Nohra Forsætisráðherra Líbanons tilkynnti um afsögn sína í dag. Mótmæli hafa tröllriðið landinu undanfarnar tvær vikur. Skuldastaða fárra ríkja heimsins er jafnslæm og Líbanons. Ríkisstjórn Saads Hariri hefur því unnið eftir niðurskurðarstefnu við litla hrifningu landsmanna. Vegna þessa hafa Líbanar safnast saman frá því um miðjan mánuð og mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar, bágu efnahagsástandi, atvinnuleysi og spillingu í stjórnmálum. Kröfugöngur, verkföll, borgaraleg óhlýðni, vegatálmanir og fleiri aðgerðir hafa sett svip sinn á daglegt líf í landinu að undanförnu. Hariri forsætisráðherra tilkynnti því í dag um að hann myndi afhenda forseta ríkisins afsagnarbréf sitt. „Ég hef reynt að finna lausnir og hlustað á þjóðina til þess að skýla landsmönnum frá efnahagsörðugleikum. Svo ég sé alveg hreinskilinn þá vil ég segja að ég er kominn í blindgötu,“ sagði hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér. Þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu, þar sem hann fæddist, fyrir tveimur árum gaf hann það óvænt út að hann myndi stíga til hliðar. Málið vakti heimsathygli og voru líbanskir valdamenn vissir um að sádiarabísk yfirvöld hefðu þvingað Hariri til afsagnar vegna þess að þeim þótti hann ekki standa sig nógu vel í baráttunni gegn Íran og Hezbollah. Svo fór loks að Hariri dró afsagnarbréf sitt til baka um mánuði eftir heimkomu til Líbanons. Líbanon Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Forsætisráðherra Líbanons tilkynnti um afsögn sína í dag. Mótmæli hafa tröllriðið landinu undanfarnar tvær vikur. Skuldastaða fárra ríkja heimsins er jafnslæm og Líbanons. Ríkisstjórn Saads Hariri hefur því unnið eftir niðurskurðarstefnu við litla hrifningu landsmanna. Vegna þessa hafa Líbanar safnast saman frá því um miðjan mánuð og mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar, bágu efnahagsástandi, atvinnuleysi og spillingu í stjórnmálum. Kröfugöngur, verkföll, borgaraleg óhlýðni, vegatálmanir og fleiri aðgerðir hafa sett svip sinn á daglegt líf í landinu að undanförnu. Hariri forsætisráðherra tilkynnti því í dag um að hann myndi afhenda forseta ríkisins afsagnarbréf sitt. „Ég hef reynt að finna lausnir og hlustað á þjóðina til þess að skýla landsmönnum frá efnahagsörðugleikum. Svo ég sé alveg hreinskilinn þá vil ég segja að ég er kominn í blindgötu,“ sagði hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér. Þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu, þar sem hann fæddist, fyrir tveimur árum gaf hann það óvænt út að hann myndi stíga til hliðar. Málið vakti heimsathygli og voru líbanskir valdamenn vissir um að sádiarabísk yfirvöld hefðu þvingað Hariri til afsagnar vegna þess að þeim þótti hann ekki standa sig nógu vel í baráttunni gegn Íran og Hezbollah. Svo fór loks að Hariri dró afsagnarbréf sitt til baka um mánuði eftir heimkomu til Líbanons.
Líbanon Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira