Mikið hefur verið skrifað um mikilvægi þess að kyssast og snertast fyrir svefninn og ótal margar rannsóknir sýnt fram á það að koss og snerting fyrir nóttina hafimjög jákvæð áhrif á svefn.
Oxytocin hormónið, sem oft er nefnt ástarhormónið, eykst í líkamanum sem verður til þess að við verðum slakari og eigum auðveldara með það að festa svefn.
Einnig minnkar magn hormónsins kortisól í líkamanum við kossa og snertingu en kortisól hormónið er oft kallað stress og steituhormón.
Hér má sjá niðurstöður úr könnuninni:
Kyssir þú makann þinn góða nótt?
Niðurstöður*:
Já, næstum alltaf - 70%
Nei, ekki nógu oft - 16%
Ekki lengur, því miður - 9%
Nei, finnst það ekki skipta máli 5%
Ef hægt er að draga einhverja ályktun út frá þessum svörum mætti segja að flestir þeirra sem eru í sambandi haldi uppi heiðri góða nótt kossins og er hefðin fyrir því að kyssast góða nótt langt frá að deyja út.
Makamál fagna þessum ánægjulegu niðurstöðum og hvetja alla til þess að muna eftir góða nótt kossinum fyrir svefninn. Ef ekki er fyrir rómantíkina, þá allavega í nafni heilsunnar og góðs svefns.
* Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.