Íslendingar styrkja verkefni í Síerra Leóne til að tryggja skólagöngu stúlkna Heimsljós kynnir 15. október 2019 16:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í vinnuheimsókn til Síerra Leóne á dögunum um tæplega 20 milljóna króna framlag Íslendinga til verkefnis á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem hefur það meginmarkmið að halda unglingsstúlkum í skóla og bæta aðstæður þeirra þegar þær eru á blæðingum. Samfélagsleg gildi, þöggun og fátækt leiða til þess að stelpur í Síerra Leóne hafa fengið litla kynfræðslu þegar þær byrja á blæðingum. Það er líka sá tími sem sumir foreldrar telja tímabært að gifta dæturnar. Vegna fákunnáttu og fordóma verða stelpur oft fyrir aðkasti þegar þær eru á blæðingum. Stríðni skólafélaga og aðstöðuleysi leiðir síðan til þess að stelpurnar hætta að sækja skóla þennan tíma mánaðarins og smám saman dragast þær aftur úr í námi sem verður til þess að margar þeirra hætta skólagöngu. Fyrsta verkefnið sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti sér í Síerra Leóne á dögunum tekur á þessum vanda sem ungar stelpur standa frammi fyrir þegar þær eru orðnar kynþroska. Íslendingar styðja við verkefni á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í grunnskólum í Síerra Leóne, og fyrsti viðkomustaður utanríkisráðherra var Maranatha grunnskólinn í fátækum hluta höfuðborgarsvæðisins, Freetown. Verkefnið snýr meðal annars að því að auðvelda aðgengi unglingsstúlkna að tíðavörum og kenna þeim að búa sér til margnota dömubindi úr fataefni. Salernisaðstaða stúlkna hefur líka verið stórbætt með þarfir þeirra í huga, auk þess sem í verkefninu felst kynfræðsla og forvarnarstarf gegn ótímabærum þungunum. Þær eru ein helsta ástæða brottfalls stúlkna úr skólum í Síerra Leóne en lögum samkvæmt lögum má barnshafandi stúlka ekki ganga í skóla. Að loknum ávörpum stigu nokkrar skólastúlkur fram og lýstu aðstæðum sínum og raunum þegar þær eru á blæðingum. Þær sýndu einnig hvernig þær fara að því að sníða til dömubindi úr fataefni, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þakkaði fyrir kynninguna á verkefninu, sagði UNICEF vera eina af fjórum áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu og tilkynnti um 20 milljóna króna framlag Íslands til verkefnisins. „Það er gott að sjá frá fyrstu hendi hvaða áhrif þetta hefur. Ég verð að segja að kynning stúlknanna á verkefinu er eitthvað sem mun ekki gleymast. Mér líður vel að vinna með UNICEF að þessum mikilvægu verkefnum. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og margir hlutir sem okkur finnst vera alveg sjálfsagðir eru það svo sannarlega ekki. Verkefnið sem við erum að vinna með UNICEF og fólkinu hér í Síerra Leóne er að skila því að stúlkur detta ekki jafn mikið úr skóla og áður, og geta miklu betur nýtt þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Við getum því verið afskaplega stolt af þátttöku okkar í þessu verkefni,“ sagði Guðlaugur Þór. Staða kvenna og stúlkna í Síerra Leóne er með þeim verstu í heiminum eins og sést best á kynjamisréttisvísitölu Sameinuðu þjóðanna þar sem landið er samkvæmt nýjustu tölum í sjötta neðsta sæti af 189 þjóðum. Þar ræður miklu að rúmlega níu af hverjum tíu stelpum sæta limlestingu á kynfærum á unga aldri, barnahjónabönd eru algeng og margar stúlkur verða barnshafandi á unglingsárum. Samkvæmt gögnum UNICEF frá árinu 2017 eru 39 prósent stúlkna í Síerra Leóne giftar fyrir átján ára aldur – og 13 prósent áður en þær ná fimmtán ára aldri. Einnig hefur verið sýnt fram á skýr tengsl milli barnahjónabanda og þungunar á unglingsárum, en 28 prósent stúlkna á aldrinum 15–19 ára höfðu orðið barnshafandi. Brottfall úr skóla er algengt í Síerra Leóne. Einungis um 64 prósent barna ljúka grunnskóla og enn færri, eða 44 prósent, ljúka gagnfræðaskóla. Verulega hallar á stelpur í þessum tölum, en barnahjónabönd, ótímabærar þunganir, óöruggt umhverfi og neikvætt viðhorf samfélagsins til menntunar stúlkna valda því að þær eru í meirihluta þeirra nemenda sem hverfa frá námi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í vinnuheimsókn til Síerra Leóne á dögunum um tæplega 20 milljóna króna framlag Íslendinga til verkefnis á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem hefur það meginmarkmið að halda unglingsstúlkum í skóla og bæta aðstæður þeirra þegar þær eru á blæðingum. Samfélagsleg gildi, þöggun og fátækt leiða til þess að stelpur í Síerra Leóne hafa fengið litla kynfræðslu þegar þær byrja á blæðingum. Það er líka sá tími sem sumir foreldrar telja tímabært að gifta dæturnar. Vegna fákunnáttu og fordóma verða stelpur oft fyrir aðkasti þegar þær eru á blæðingum. Stríðni skólafélaga og aðstöðuleysi leiðir síðan til þess að stelpurnar hætta að sækja skóla þennan tíma mánaðarins og smám saman dragast þær aftur úr í námi sem verður til þess að margar þeirra hætta skólagöngu. Fyrsta verkefnið sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti sér í Síerra Leóne á dögunum tekur á þessum vanda sem ungar stelpur standa frammi fyrir þegar þær eru orðnar kynþroska. Íslendingar styðja við verkefni á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í grunnskólum í Síerra Leóne, og fyrsti viðkomustaður utanríkisráðherra var Maranatha grunnskólinn í fátækum hluta höfuðborgarsvæðisins, Freetown. Verkefnið snýr meðal annars að því að auðvelda aðgengi unglingsstúlkna að tíðavörum og kenna þeim að búa sér til margnota dömubindi úr fataefni. Salernisaðstaða stúlkna hefur líka verið stórbætt með þarfir þeirra í huga, auk þess sem í verkefninu felst kynfræðsla og forvarnarstarf gegn ótímabærum þungunum. Þær eru ein helsta ástæða brottfalls stúlkna úr skólum í Síerra Leóne en lögum samkvæmt lögum má barnshafandi stúlka ekki ganga í skóla. Að loknum ávörpum stigu nokkrar skólastúlkur fram og lýstu aðstæðum sínum og raunum þegar þær eru á blæðingum. Þær sýndu einnig hvernig þær fara að því að sníða til dömubindi úr fataefni, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þakkaði fyrir kynninguna á verkefninu, sagði UNICEF vera eina af fjórum áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu og tilkynnti um 20 milljóna króna framlag Íslands til verkefnisins. „Það er gott að sjá frá fyrstu hendi hvaða áhrif þetta hefur. Ég verð að segja að kynning stúlknanna á verkefinu er eitthvað sem mun ekki gleymast. Mér líður vel að vinna með UNICEF að þessum mikilvægu verkefnum. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og margir hlutir sem okkur finnst vera alveg sjálfsagðir eru það svo sannarlega ekki. Verkefnið sem við erum að vinna með UNICEF og fólkinu hér í Síerra Leóne er að skila því að stúlkur detta ekki jafn mikið úr skóla og áður, og geta miklu betur nýtt þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Við getum því verið afskaplega stolt af þátttöku okkar í þessu verkefni,“ sagði Guðlaugur Þór. Staða kvenna og stúlkna í Síerra Leóne er með þeim verstu í heiminum eins og sést best á kynjamisréttisvísitölu Sameinuðu þjóðanna þar sem landið er samkvæmt nýjustu tölum í sjötta neðsta sæti af 189 þjóðum. Þar ræður miklu að rúmlega níu af hverjum tíu stelpum sæta limlestingu á kynfærum á unga aldri, barnahjónabönd eru algeng og margar stúlkur verða barnshafandi á unglingsárum. Samkvæmt gögnum UNICEF frá árinu 2017 eru 39 prósent stúlkna í Síerra Leóne giftar fyrir átján ára aldur – og 13 prósent áður en þær ná fimmtán ára aldri. Einnig hefur verið sýnt fram á skýr tengsl milli barnahjónabanda og þungunar á unglingsárum, en 28 prósent stúlkna á aldrinum 15–19 ára höfðu orðið barnshafandi. Brottfall úr skóla er algengt í Síerra Leóne. Einungis um 64 prósent barna ljúka grunnskóla og enn færri, eða 44 prósent, ljúka gagnfræðaskóla. Verulega hallar á stelpur í þessum tölum, en barnahjónabönd, ótímabærar þunganir, óöruggt umhverfi og neikvætt viðhorf samfélagsins til menntunar stúlkna valda því að þær eru í meirihluta þeirra nemenda sem hverfa frá námi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent