Þúsundir tóku víkingaklappið í mótmælum í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 10:45 Mótmælendur á götum Beirút. AP/Hassan Ammar Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan. Líbanon Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan.
Líbanon Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira