Enn á ný er kosið í Túnis Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 08:23 Kjósandi virðir fyrir sé langa framboðslista í höfuðborg Túnis í gær. Milljónir Túnisbúa kjósa til þings á sunnudag. Vísir/getty Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%. Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%.
Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira