Handbolti

Sjö mörk Bjarka dugðu ekki til gegn gömlu félögunum og Álaborgarsigur í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki í leik með Lemgo en hann var markahæsti leikmaður liðsins í dag.
Bjarki í leik með Lemgo en hann var markahæsti leikmaður liðsins í dag. vísir/getty
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk er Lemgo tapaði fyrir Füchse Berlín, 31-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Bjarki var að mæta sínum gömlu félögum í fyrsta sinn eftir að hafa skipt yfir til Lemgo í sumar en tvö af mörkum Bjarka komu af vítapunktinum.

Lemgo er með einungis þrjú stig eftir sex leiki en Berlínarrefirnir eru með átta stig.

Janus Daði Smárason hafði hægt um sig í tíu marka sigri Álborg í Meistaradeildinni, 30-20, gegn HC PPD Zagreb er liðin mættust í Danmörku.

Álaborg var tveimur mörkum yfir í hálfleik en keyrði yfir gestina í síðari hálfleiknum. Janus Daði Smárason gerði tvö mörk en Sebastian Barthold fór á kostum og skoraði tólf mörk.

Álaborg er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðli sínum en þeir höfðu betur gegn Íslendingaliðinu, Elverum, í 1. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×