Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. september 2019 10:45 Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga. fréttablaðið/ernir Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07