Þegar laxinn slítur tauminn Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2019 10:00 Þessi hængur veiddist í síðustu viku með þessa stóru púpu fasta í efri skoltinum. Mynd: KL Það hafa líklega allir veiðimenn lent í því að takast á við lax þegar taumurinn slitnar og laxinn syndir sína leið með fluguna í kjaftinum. Veiðimenn eru þó ekki sammála um hvað gerist síðan eftir það. Kenningarnar eru nokkrar, þar á meðal að flugan á endanum detti úr fiskinum nema hún sé þeim mun fastari í honum. Undirritaður hefur í gegnum árin bæði í veiði og veiðileiðsögn ekki lent oft í því að veiða lax með flugu en það hefur þó komið fyrir nokkrum sinnum og veiðimenn í kringum mig segja það sama. Þetta er ekki algengt en gerist. Laxinn líklega losar sig stundum við flugurnar með því að nudda sér upp við steina en þetta sér maður oft þegar það er verið að þreyta lax, hann fer utan í grjót og tekst stundum með þeirri kænsku að losa fluguna úr sér veiðimanni til mikillar gremju. Það er hins vegar þannig að þegar flugan situr föst til dæmi í beini á laxinn litla möguleika á að losna við hana. Þeir sem vita ekki betur telja að stundum drepi þetta laxin e því er víðs fjarri. Hún bara situr í honum á meðan hann dvelur í ánni og klárar hrygninguna, hvort þetta geri hængana og hrygnurnar meira aðlaðandi við ástarleiki haustsins er óvitað en hængur með nokkrar flugur í kjaftinum hlýtur að geta af sér nokkuð sterk og lausnamiðuð afkvæmi svo við skulum bara segja að það sé ekkert óhugsandi. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði
Það hafa líklega allir veiðimenn lent í því að takast á við lax þegar taumurinn slitnar og laxinn syndir sína leið með fluguna í kjaftinum. Veiðimenn eru þó ekki sammála um hvað gerist síðan eftir það. Kenningarnar eru nokkrar, þar á meðal að flugan á endanum detti úr fiskinum nema hún sé þeim mun fastari í honum. Undirritaður hefur í gegnum árin bæði í veiði og veiðileiðsögn ekki lent oft í því að veiða lax með flugu en það hefur þó komið fyrir nokkrum sinnum og veiðimenn í kringum mig segja það sama. Þetta er ekki algengt en gerist. Laxinn líklega losar sig stundum við flugurnar með því að nudda sér upp við steina en þetta sér maður oft þegar það er verið að þreyta lax, hann fer utan í grjót og tekst stundum með þeirri kænsku að losa fluguna úr sér veiðimanni til mikillar gremju. Það er hins vegar þannig að þegar flugan situr föst til dæmi í beini á laxinn litla möguleika á að losna við hana. Þeir sem vita ekki betur telja að stundum drepi þetta laxin e því er víðs fjarri. Hún bara situr í honum á meðan hann dvelur í ánni og klárar hrygninguna, hvort þetta geri hængana og hrygnurnar meira aðlaðandi við ástarleiki haustsins er óvitað en hængur með nokkrar flugur í kjaftinum hlýtur að geta af sér nokkuð sterk og lausnamiðuð afkvæmi svo við skulum bara segja að það sé ekkert óhugsandi.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði