120 laxa holl í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2019 10:00 Laxá í Dölum á oft inni ansi góð haust og það virðist ekki verða nein breyting þar á þetta tímabil. Það berast oftar en ekki á hverju einasta hausti fréttir af stórveiðihollum í ánni og fyrsta fréttin af slíku holli segir ansi mikið um það hvernig endaspretti Laxá í Dölum á oft á tíðum. Holl sem lauk veiðum fyrir tveimur dögum síðan var með 120 laxa á sex stangir eftir þriggja daga veiði og eftir því sem við hjá Veiðivísi komust næst þá sýnist okkur þetta vera eitt allra best holl á landinu þetta árið. Heildarveiðin í Laxá í Dölum er komin yfir 400 laxa en heildartalan verður ekki skýr fyrr en á miðvikudagskvöld þegar vikulegar veiðitölur úr ánum verða birtar á vef Landssambands Veiðifélaga. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 í Laxá í Dölum er 1027 laxar, minnst 324 árið 1980 en mest 1988, þá 2385 laxar. Mest lesið Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði
Laxá í Dölum á oft inni ansi góð haust og það virðist ekki verða nein breyting þar á þetta tímabil. Það berast oftar en ekki á hverju einasta hausti fréttir af stórveiðihollum í ánni og fyrsta fréttin af slíku holli segir ansi mikið um það hvernig endaspretti Laxá í Dölum á oft á tíðum. Holl sem lauk veiðum fyrir tveimur dögum síðan var með 120 laxa á sex stangir eftir þriggja daga veiði og eftir því sem við hjá Veiðivísi komust næst þá sýnist okkur þetta vera eitt allra best holl á landinu þetta árið. Heildarveiðin í Laxá í Dölum er komin yfir 400 laxa en heildartalan verður ekki skýr fyrr en á miðvikudagskvöld þegar vikulegar veiðitölur úr ánum verða birtar á vef Landssambands Veiðifélaga. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 í Laxá í Dölum er 1027 laxar, minnst 324 árið 1980 en mest 1988, þá 2385 laxar.
Mest lesið Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði