Bíllausir fá ódýrari klippingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2019 15:30 Eyrún Guðmundsdóttir eigandi hárgreiðslustofunnar Skuggafall. Vísir/Vilhelm „Mig langaði að umbuna fólki fyrir að taka strætó, hjóla eða labba í stað þess að keyra til okkar,“ segir Eyrún Guðmundsdóttir eigandi Skuggafall hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Tilkynnt var á samfélagsmiðlum stofunnar í gær að hér eftir fá viðskiptavinir afslátt á mánudögum ef þeir nota vistvænan ferðamáta þegar þeir koma í klippingu. Á svokölluðum „grænum mánudögum“ er 20 prósent afsláttur af klippingu fyrir þá sem ganga, hjóla eða ferðast með strætisvagni. „Við höfum prófað þetta áður og viðbrögðin voru svo góð að við ákváðum að gera þetta varanlegt,“ útskýrir Eyrún. Hárgreiðslustofan var opnuð í júlí á þessu ári og var það alltaf markmið Eyrúnar að reyna að gera það með umhverfisvænum hætti. „Við keyptum húsgögn sem eru gerð úr endurunnum efnum. Við notum líka hárvörur frá Davines sem eru einstaklega umhverfisvænar.“Viðskiptavinir mæta með tóma brúsa Eyrún segir að viðskiptavinir geti fengið pappírspoka undir vörurnar sem þeir kaupa, en prentar ekki út kvittanir nema að fólk óski sérstaklega eftir því. Svo reynir hún að hvetja fólk til þess að fylla á hárvörurnar sínar í stað þess að kaupa alltaf nýjar umbúðir í hvert skipti sem þær klárast.Eyrún er ánægð með viðbrögðin og vonar að í framtíðinni komi enginn akandi til þeirra í klippingu á mánudögum. Vísir/Vilhelm„Við bjóðum viðskiptavinum upp á að taka með sér sitt eigið ílát og kaupa þannig sjampó og aðrar hárvörur umbúðalaust,“ segir Eyrún. Að hennar mati ættu enn fleiri fyrirtæki að taka þetta skref. „Við erum langt á eftir. Í öðrum löndum hefur svo lengi verið hægt að koma með eigið ílát til þess að kaupa hveiti, sykur, kjöt og fleira í verslunum.“ Það var auðvelt fyrir Eyrúnu að finna húsgögn og vörur í takt við þá umhverfisvænu stefnu sem hún hafði sett sér og fyrirtækinu. Það er þó ýmislegt sem þyrfti að bæta. „Mér finnst að það mætti vera auðveldara fyrir lítil fyrirtæki að flokka sorpið ítarlega. Ég flokka allt sér, meira að segja hárið.“ Eyrún hvetur aðrar hárgreiðslustofur til að bjóða upp á svona umhverfisafslátt en segist alls ekki vera að setja út á að aðrir geri of lítið. Það sé ekki rétta lausnin að predika yfir öðrum heldur sé betra að hvetja aðra áfram með því að taka sjálfur umhverfisvæn skref í rétta átt. „Viðskiptavinir hafa tekið ótrúlega vel í þetta hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt.“ Hafnarfjörður Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47 Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00 Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Mig langaði að umbuna fólki fyrir að taka strætó, hjóla eða labba í stað þess að keyra til okkar,“ segir Eyrún Guðmundsdóttir eigandi Skuggafall hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Tilkynnt var á samfélagsmiðlum stofunnar í gær að hér eftir fá viðskiptavinir afslátt á mánudögum ef þeir nota vistvænan ferðamáta þegar þeir koma í klippingu. Á svokölluðum „grænum mánudögum“ er 20 prósent afsláttur af klippingu fyrir þá sem ganga, hjóla eða ferðast með strætisvagni. „Við höfum prófað þetta áður og viðbrögðin voru svo góð að við ákváðum að gera þetta varanlegt,“ útskýrir Eyrún. Hárgreiðslustofan var opnuð í júlí á þessu ári og var það alltaf markmið Eyrúnar að reyna að gera það með umhverfisvænum hætti. „Við keyptum húsgögn sem eru gerð úr endurunnum efnum. Við notum líka hárvörur frá Davines sem eru einstaklega umhverfisvænar.“Viðskiptavinir mæta með tóma brúsa Eyrún segir að viðskiptavinir geti fengið pappírspoka undir vörurnar sem þeir kaupa, en prentar ekki út kvittanir nema að fólk óski sérstaklega eftir því. Svo reynir hún að hvetja fólk til þess að fylla á hárvörurnar sínar í stað þess að kaupa alltaf nýjar umbúðir í hvert skipti sem þær klárast.Eyrún er ánægð með viðbrögðin og vonar að í framtíðinni komi enginn akandi til þeirra í klippingu á mánudögum. Vísir/Vilhelm„Við bjóðum viðskiptavinum upp á að taka með sér sitt eigið ílát og kaupa þannig sjampó og aðrar hárvörur umbúðalaust,“ segir Eyrún. Að hennar mati ættu enn fleiri fyrirtæki að taka þetta skref. „Við erum langt á eftir. Í öðrum löndum hefur svo lengi verið hægt að koma með eigið ílát til þess að kaupa hveiti, sykur, kjöt og fleira í verslunum.“ Það var auðvelt fyrir Eyrúnu að finna húsgögn og vörur í takt við þá umhverfisvænu stefnu sem hún hafði sett sér og fyrirtækinu. Það er þó ýmislegt sem þyrfti að bæta. „Mér finnst að það mætti vera auðveldara fyrir lítil fyrirtæki að flokka sorpið ítarlega. Ég flokka allt sér, meira að segja hárið.“ Eyrún hvetur aðrar hárgreiðslustofur til að bjóða upp á svona umhverfisafslátt en segist alls ekki vera að setja út á að aðrir geri of lítið. Það sé ekki rétta lausnin að predika yfir öðrum heldur sé betra að hvetja aðra áfram með því að taka sjálfur umhverfisvæn skref í rétta átt. „Viðskiptavinir hafa tekið ótrúlega vel í þetta hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt.“
Hafnarfjörður Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47 Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00 Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47
Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00
Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44