Tiltektin kostaði Ingibjörgu milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2019 10:15 Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem fer með helmingshlut í móðurfélagi Fréttablaðsins, tapaði 1.027 milljónum króna árið 2018. Forstjóri og aðaleigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir sem greinir sjálf frá tapinu á síðum Fréttablaðsins í morgun, en fjárfestirinn Helgi Magnússon á hinn helminginn á móti 365 miðlum í móðurfélagi blaðsins. Ingibjörg lýsir taprekstrinum sem „tiltektarári,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum. Tapið er í Fréttablaðinu í dag sagt skýrast „að stærstum hluta af einskiptisleiðum sem tengjast aflagðri starfsemi félagsins í kjölfar sölu á ljósvaka-, fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, eða 591 milljón króna,“ án þess þó að það sé útskýrt nánar. Þar er vísað til sölu 365 miðla á ljósvakamiðlum sínum; sjónvarps- og útvarpsstöðvum auk Vísis til Fjarskipta árið 2017, sem nú ber nafnið Sýn. „Þá nam álagður og reiknaður tekjuskattur vegna fyrri ára 537 milljónum króna og gangvirðisleiðréttingar af hlutabréfum 294 milljónum króna. Samtals höfðu framangreindir liðir því neikvæð áhrif á afkomu síðasta árs að fjárhæð 885 milljónir króna,“ segir í útskýringu Fréttablaðsins á tapi 365 miðla. Þá minnist Ingibjörg á málaferli félagsins við íslenska ríkið vegna endurskoðunar á álagningu opinberra gjalda, sem 365 miðlar töpuðu í Hæstarétti í fyrravetur. „Afkoma ársins 2018, sjóðstreymi og breytingar á efnahagsreikningi litast mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017 ásamt áhrifum af því að ágreiningsmál við skattayfirvöld hafa verið til lykta leidd,“ er haft eftir Ingibjörgu. „Eftir þetta tiltektarár hjá félaginu og hlutafjáraukningu hefur eignasafn og fjárhagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tækifæri sem gefast og vera virkur þátttakandi í fjárfestingarverkefnum.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. 5. júní 2019 18:31