Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2019 23:30 Hvenær tölum við of mikið um fyrrverandi eða of lítið? Hvert fer ástin sem einu sinni var? Þegar þú byrjar í nýju sambandi og ert ekki lengur á unglingsárunum er nær undantekningalaust einhver fyrrverandi í lífi maka þíns, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En af hverju líkar okkur verr? Af hverju getur eitthvað sem var til áður en þú komst inn í líf viðkomandi, truflað þig? Þegar við kynnumst nýjum maka, verðum yfir okkur ástfangin, langar okkur yfirleitt til að þekkja hann allan. Okkur langar til að kynnast öllum hliðum hans. Þekkja alla hans króka og kima, ekki satt? Okkur langar að heyra um öll æskubrekin, gleðistundirnar, sorgina, unglingsárin, fjölskylduna og…? Fyrrverandi? Eða hvað? Fólk er misviðkvæmt fyrir upplýsingum eða sögum um fyrrverandi maka og jafnframt er fólk líka misopið að tjá sig um fyrrverandi maka. Í eðli mínu er ég mjög forvitin um manneskjur, af hverju þær eru eins og þær eru, hvað þær hafa gengið í gegnum, upplifað, elskað, hatað og allt þar á milli.Ég er ein af þeim sem vil heyra um fyrrverandi. Mig langar að heyra alla söguna. Mér finnst ég einhvern veginn ekki getað náð að kynnast manneskju nógu vel nema vita hvað hún hefur gengið í gegnum og er ástin er yfirleitt það sem mótar okkur mest. Ég vil ekki bara heyra allt sem var að og af hverju sambandið endaði heldur langar mig til að heyra það góða líka. Eða er það ekki annars? Þó að ég vilji spyrja, vita, heyra og skilja þá get ég líka fundið þessar skrítnu tilfinningar sem við flest öll könnumst við þegar við heyrum þetta góða. Af hverju gerist það? Af hverju geta þessar tilfinningar vakið upp óöryggi eða óþægindi þegar þær voru fyrir þinn tíma? Af hverju viljum við vita en samt einhvern veginn ekki? Sjálf er ég mjög opin með mína reynslu og mitt fyrra líf þegar ég byrja í sambandi. Lengsta sambandið mitt varði í rúm þrettán ár og eignaðist ég tvö börn á þeim tíma. Ég var hamingjusöm, elskaði, var elskuð og gekk í gegnum allskonar hluti sem gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég var með manni sem var góður við mig og ég upplifði sterkar tilfinningar til. Fyrir þennan tíma er ég endalaust þakklát. Mér þykir vænt um allar góðu stundirnar og þær verð alltaf hluti af mér og lífinu mínu. Ég hef farið í nokkur sambönd síðan ég skildi og þá oft ekki alveg áttað mig sjálf á þessum mörkum. Hvenær tala ég of mikið um fyrrverandi, tala ég kannski of vel um fyrrverandi? Ógnar það nýja makanum á einhvern hátt að þú hafir upplifað góða hluti áður sem þú munt alltaf varðveita? Þetta á auðvitað við styttri samböndin líka.Þegar ég er svo sjálf að hlusta og er hinum meginn við borðið þá get ég skilið hvað þetta er stundum viðkvæmt svæði að fara inn á. Þegar ég upplifi sjálf að einhver fyrrverandi muni alltaf vera hluti af manninum sem ég elska. Hvernig tækla ég það þá? Ég sem vil heyra allt og ég sem vil að makinn minn þurfi ekki að draga neitt undan get samt fundið fyrir þessum skrítnu tilfinningum. Ég viðurkenni fúslega að þrátt fyrir að mér finnist ég sjálf kunna að virða fortíða og tillfinningar maka míns þá hef ég farið á þann stað að finnast önnur manneskja sem var makanum mínum allt á einhverjum tímapunkti ógna minni tilvist. En hvað er það sem gerist í höfði okkar þegar við í skiljum ekki alveg hvernig okkur líður? Ég hef í rauninni ekki hugmynd en ég held jafnvel að það sé þessi stórhættulegi samanburður sem er yfirleitt algjörlega óþarfur. Og kannski þessi eignaréttur á hjartanu manneskjunnar sem við elskum. En auðvitað er það galið, við eigum ekki neinn og enginn á okkur. Allskonar spurningar geta samt vaknað. Hvernig var þessi ást? Var hún kannski dýpri, ástríðufyllri eða betri á einhvern hátt? Var hún eða hann eitthvað sem ég get aldrei orðið?Sem afar forvitin manneskja um ástina og tilfinningar þá hef ég velt þessu oft fyrir mér. Og út frá ansi mörgum vinklum. Sem fyrrverandi, sem makinn sem talar um fyrrverandi og sem makinn sem heyrir talað um fyrrverandi. Hvert fer ást sem deyr eða dofnar? Eigum við að gleyma henni eða geyma það sem einu sinni var? Margar spurningar, færri svör. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu en vil trúa því að ef þú elskar einhvern þá verður þú að læra að elska manneskjuna alla. Þú verður að leyfa henni að eiga minningar og pláss í hjartanu fyrir fyrrverandi ást og sorgir. Ekki láta makanum þínum líða eins og hann þurfi að fela góðar minningar fyrir þér. Það er kannski nákvæmlega það sem heillar þig við manneskjuna, allt sem hún hefur upplifað og elskað. Þetta er auðvitað alls ekki alltaf einfalt eða auðvelt. En ég trúi því samt að ef við komumst á þann stað að geta hlustað á, skilið og lært að virða tilfinningalega fortíð maka okkar þá munum við eiga í miklu dýpra sambandi. Óþægilegar tilfinningar eru nefninlega ekkert alltaf vondar tilfinningar, stundum eru þær kannski nauðsynlegar. En auðvitað er óþolandi ef makinn þinn er alltaf að tala um glæstar minningar sem hann á með fyrrverandi. Auðvitað eru stundir þar sem það á alls ekki við. Það eru til stundir þar sem betra er að láta satt kyrrt liggja, stundir þar sem það er ekkert pláss fyrir fyrrverandi. Ég held að það sé smá kúnst að finna þennan gullna meðalveg, á báða bóga. Finna það saman hvenær þörf er á þvi að halda uppi skiltinu: Fyrrverandi bannaður aðgangur! Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15 Spurning vikunnar: Ef haldið er framhjá, skiptir máli hvoru kyninu það er með? Makamál birtu pistil í vikunni sem heitir Óhefðbundið framhjáhald og er unninn út frá bréfi sem okkur barst frá lesanda. Spurning vikunnar er að þessu sinni því tengd hugleiðingum út frá þessum pistli. 6. september 2019 10:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þegar þú byrjar í nýju sambandi og ert ekki lengur á unglingsárunum er nær undantekningalaust einhver fyrrverandi í lífi maka þíns, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En af hverju líkar okkur verr? Af hverju getur eitthvað sem var til áður en þú komst inn í líf viðkomandi, truflað þig? Þegar við kynnumst nýjum maka, verðum yfir okkur ástfangin, langar okkur yfirleitt til að þekkja hann allan. Okkur langar til að kynnast öllum hliðum hans. Þekkja alla hans króka og kima, ekki satt? Okkur langar að heyra um öll æskubrekin, gleðistundirnar, sorgina, unglingsárin, fjölskylduna og…? Fyrrverandi? Eða hvað? Fólk er misviðkvæmt fyrir upplýsingum eða sögum um fyrrverandi maka og jafnframt er fólk líka misopið að tjá sig um fyrrverandi maka. Í eðli mínu er ég mjög forvitin um manneskjur, af hverju þær eru eins og þær eru, hvað þær hafa gengið í gegnum, upplifað, elskað, hatað og allt þar á milli.Ég er ein af þeim sem vil heyra um fyrrverandi. Mig langar að heyra alla söguna. Mér finnst ég einhvern veginn ekki getað náð að kynnast manneskju nógu vel nema vita hvað hún hefur gengið í gegnum og er ástin er yfirleitt það sem mótar okkur mest. Ég vil ekki bara heyra allt sem var að og af hverju sambandið endaði heldur langar mig til að heyra það góða líka. Eða er það ekki annars? Þó að ég vilji spyrja, vita, heyra og skilja þá get ég líka fundið þessar skrítnu tilfinningar sem við flest öll könnumst við þegar við heyrum þetta góða. Af hverju gerist það? Af hverju geta þessar tilfinningar vakið upp óöryggi eða óþægindi þegar þær voru fyrir þinn tíma? Af hverju viljum við vita en samt einhvern veginn ekki? Sjálf er ég mjög opin með mína reynslu og mitt fyrra líf þegar ég byrja í sambandi. Lengsta sambandið mitt varði í rúm þrettán ár og eignaðist ég tvö börn á þeim tíma. Ég var hamingjusöm, elskaði, var elskuð og gekk í gegnum allskonar hluti sem gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég var með manni sem var góður við mig og ég upplifði sterkar tilfinningar til. Fyrir þennan tíma er ég endalaust þakklát. Mér þykir vænt um allar góðu stundirnar og þær verð alltaf hluti af mér og lífinu mínu. Ég hef farið í nokkur sambönd síðan ég skildi og þá oft ekki alveg áttað mig sjálf á þessum mörkum. Hvenær tala ég of mikið um fyrrverandi, tala ég kannski of vel um fyrrverandi? Ógnar það nýja makanum á einhvern hátt að þú hafir upplifað góða hluti áður sem þú munt alltaf varðveita? Þetta á auðvitað við styttri samböndin líka.Þegar ég er svo sjálf að hlusta og er hinum meginn við borðið þá get ég skilið hvað þetta er stundum viðkvæmt svæði að fara inn á. Þegar ég upplifi sjálf að einhver fyrrverandi muni alltaf vera hluti af manninum sem ég elska. Hvernig tækla ég það þá? Ég sem vil heyra allt og ég sem vil að makinn minn þurfi ekki að draga neitt undan get samt fundið fyrir þessum skrítnu tilfinningum. Ég viðurkenni fúslega að þrátt fyrir að mér finnist ég sjálf kunna að virða fortíða og tillfinningar maka míns þá hef ég farið á þann stað að finnast önnur manneskja sem var makanum mínum allt á einhverjum tímapunkti ógna minni tilvist. En hvað er það sem gerist í höfði okkar þegar við í skiljum ekki alveg hvernig okkur líður? Ég hef í rauninni ekki hugmynd en ég held jafnvel að það sé þessi stórhættulegi samanburður sem er yfirleitt algjörlega óþarfur. Og kannski þessi eignaréttur á hjartanu manneskjunnar sem við elskum. En auðvitað er það galið, við eigum ekki neinn og enginn á okkur. Allskonar spurningar geta samt vaknað. Hvernig var þessi ást? Var hún kannski dýpri, ástríðufyllri eða betri á einhvern hátt? Var hún eða hann eitthvað sem ég get aldrei orðið?Sem afar forvitin manneskja um ástina og tilfinningar þá hef ég velt þessu oft fyrir mér. Og út frá ansi mörgum vinklum. Sem fyrrverandi, sem makinn sem talar um fyrrverandi og sem makinn sem heyrir talað um fyrrverandi. Hvert fer ást sem deyr eða dofnar? Eigum við að gleyma henni eða geyma það sem einu sinni var? Margar spurningar, færri svör. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu en vil trúa því að ef þú elskar einhvern þá verður þú að læra að elska manneskjuna alla. Þú verður að leyfa henni að eiga minningar og pláss í hjartanu fyrir fyrrverandi ást og sorgir. Ekki láta makanum þínum líða eins og hann þurfi að fela góðar minningar fyrir þér. Það er kannski nákvæmlega það sem heillar þig við manneskjuna, allt sem hún hefur upplifað og elskað. Þetta er auðvitað alls ekki alltaf einfalt eða auðvelt. En ég trúi því samt að ef við komumst á þann stað að geta hlustað á, skilið og lært að virða tilfinningalega fortíð maka okkar þá munum við eiga í miklu dýpra sambandi. Óþægilegar tilfinningar eru nefninlega ekkert alltaf vondar tilfinningar, stundum eru þær kannski nauðsynlegar. En auðvitað er óþolandi ef makinn þinn er alltaf að tala um glæstar minningar sem hann á með fyrrverandi. Auðvitað eru stundir þar sem það á alls ekki við. Það eru til stundir þar sem betra er að láta satt kyrrt liggja, stundir þar sem það er ekkert pláss fyrir fyrrverandi. Ég held að það sé smá kúnst að finna þennan gullna meðalveg, á báða bóga. Finna það saman hvenær þörf er á þvi að halda uppi skiltinu: Fyrrverandi bannaður aðgangur!
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15 Spurning vikunnar: Ef haldið er framhjá, skiptir máli hvoru kyninu það er með? Makamál birtu pistil í vikunni sem heitir Óhefðbundið framhjáhald og er unninn út frá bréfi sem okkur barst frá lesanda. Spurning vikunnar er að þessu sinni því tengd hugleiðingum út frá þessum pistli. 6. september 2019 10:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15
Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15
Spurning vikunnar: Ef haldið er framhjá, skiptir máli hvoru kyninu það er með? Makamál birtu pistil í vikunni sem heitir Óhefðbundið framhjáhald og er unninn út frá bréfi sem okkur barst frá lesanda. Spurning vikunnar er að þessu sinni því tengd hugleiðingum út frá þessum pistli. 6. september 2019 10:00