Uppgjör: Leclerc með magnaðan heimasigur Bragi Þórðarson skrifar 9. september 2019 17:30 Leclerc fagnaði vel og innilega fyrir framan trylltu ítölsku aðdáendurna um helgina. Getty Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig. Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig.
Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira