Fótbolti

Maurizio Sarri er með lungnabólgu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maurizio Sarri glímir við veikindi.
Maurizio Sarri glímir við veikindi. Getty/ Fred Lee
Maurizio Sarri yfirgaf Chelsea í sumar og tók við liði Juventus. Tímabilið er ekki byrjað en ítalski stjórinn er í vandræðum, ekki með liðið sitt heldur með heilsuna.

Sarri missti af æfingarleik gegn Triestina um helgina og skýringin sem var gefin var að Sarri væri með flensu. Veikindin reyndust hins vegar vera alvarlegri en það.

Sarri bar sig enn illa eftir helgina og fór í frekari rannsóknir. Þar kom síðan í ljós að þessi 60 ára gamli knattspyrnustjóri er með lungnabólgu.





Maurizio Sarri er eins og flestir þekkja keðjureikingamaður og öll vandræði með lungun því ekki góðar fréttir fyrir hann.

Fyrsti leikur tímabilsins hjá Juventus er á móti Parma á laugdaginn en það er ekki ljóst hver staðan á Sarri er og hvort hann geti stýrt liðinu í þessum leik.

Maurizio Sarri var í aðeins eitt tímabil hjá Chelsea eftir að hafa komið þangað frá Napoli sumarið 2018. Undir hans stjórn vann Chelsea Evrópudeildina.

Hann hætti með Lundúnaliðið og tók við liði Juventus af Massimiliano Allegri í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×