Sveppur sem ógnar bananaframleiðslu heimsins hefur náð til Suður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 14:16 Yfirvöld í Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi. Vísri/Getty Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar. Kólumbía Matur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar.
Kólumbía Matur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent