95 sm lax í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2019 09:22 Björn og 95 sm laxinn. Mynd: Ásgeir Heiðar Það hefur vakið nokkra athygli að sjá hversu mikið af stórlaxi er að veiðast í Elliðaánum þetta sumarið en einn slíkur veiddist í gær. Allir veiðimenn samfagna því þegar svona fallegur lax veiðist og fær að fara aftur í ánna eftir myndatöku og við hjá Veiðivísi óskum veiðimanninum sem er Björn Einar Björnsson til lukku með þennan glæsilega lax sem var mældur 95 sm.Það hafa sést fleiri viðlíka laxar í ánni í sumar og einn af þeim sem þekkir þær líklega betur en nokkur annar, leiðsögumaðurinn Ásgeir Heiðar, hefur sett í einn slíkann í ánni og séð hann vel. Ásgeir taldi á sínum tíma að sá lax væri alveg klárlega um 100 sm og sagði að þetta væri líklega sá stærsti eða í það minnsta einn af þeim stærstu sem hann hafi séð í Elliðaánum. Sá lax hefur ekki ennþá verið landað en það hafa í það minnsta tveir tekist á við hann. Þess skal getið að laxinn hefur fengið viðurnefnið Moby Dick. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði
Það hefur vakið nokkra athygli að sjá hversu mikið af stórlaxi er að veiðast í Elliðaánum þetta sumarið en einn slíkur veiddist í gær. Allir veiðimenn samfagna því þegar svona fallegur lax veiðist og fær að fara aftur í ánna eftir myndatöku og við hjá Veiðivísi óskum veiðimanninum sem er Björn Einar Björnsson til lukku með þennan glæsilega lax sem var mældur 95 sm.Það hafa sést fleiri viðlíka laxar í ánni í sumar og einn af þeim sem þekkir þær líklega betur en nokkur annar, leiðsögumaðurinn Ásgeir Heiðar, hefur sett í einn slíkann í ánni og séð hann vel. Ásgeir taldi á sínum tíma að sá lax væri alveg klárlega um 100 sm og sagði að þetta væri líklega sá stærsti eða í það minnsta einn af þeim stærstu sem hann hafi séð í Elliðaánum. Sá lax hefur ekki ennþá verið landað en það hafa í það minnsta tveir tekist á við hann. Þess skal getið að laxinn hefur fengið viðurnefnið Moby Dick.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði