Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 10:32 Abdalla Hamdok í pontu á fundi Fríverslunarsamtaka Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu árið 2015 Getty/Anadolu Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær. Súdan Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær.
Súdan Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira