Sönn íslensk makamál: Upphleypt og einhleyp Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. ágúst 2019 11:15 Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum. En hver er raunveruleg rót óöryggis með útlit? Í síðasta pistli mínum minntist ég aðeins á útlit og svokallaða útlitsbrenglun. Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum í lífi okkar. Þegar við höfum verið lengi í sambandi komum við okkur í ákveðinn þægindaramma hvað þetta varðar. Það getur verið mjög góð tilfinning. Sumir detta þó stundum í þá gryfju að fara aðeins of mikið inn í þægindarammann og fara að hugsa minna um útlitið en áður. Þetta skilar sér svo yfirleitt í enn meira óöryggi á endanum. Þunn lína þarna. Ég fann fyrir þessu þegar ég varð einhleyp eftir 13 ár. Öll mín fullorðinsár í sambandi og ég var ábyggilega í einhverskonar þægindaramma. Svo varð ég einhleyp.Ég steig út úr skilnaðar-limmósínunni, setti á mig varalit og arkaði rauða dregilinn á háum hælum beint í átt að nýju lífi. Síðan opnaði ég dyr Einhleypu-hallarinnar sem virtist alltaf svo glæst og framandi hinum megin við lækinn. Ég var tilbúin í partýið. Næsta setning ætti kannski að vera: „Og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni!“En nei, það var víst ekki alveg svo einfalt. Þegar fólk er búið að vera lengi í sambandi sér það oft líf einhleypra í hyllingum, það sér fyrir sér mun einfaldara líf og jafnvel meira spennandi. Auðvitað eru aðstæður misjafnar og allir hafa sína sögu og reynslu. En ég fann fyrir tilfinningum sem ég bjóst ekki við að finna. Ég varð óörugg. Auðvitað fann ég þær ekki alltaf en ég fór að pæla meira í hlutum sem ég hafði ekki pælt áður í varðandi sjálfa mig.Hvernig á ég að klæða mig? Er ég of gömul fyrir stutt pils og hettupeysu? Hefur þessi fæðingarblettur alltaf verið undir auganu mínu? Ætti ég að láta taka hann? Er rassinn of flatur? Og brjóstin! Er hæðin þeirra innan skekkjumarka eða er þyngdaraflið ekki að gera mér neina greiða? Og ENNIÐ! Hvenær í andskotanum kom þessi lína á ennið mitt?Hugleiðingar og pælingar um eigið útlit urðu öðruvísi og meiri. Ég hef alltaf verið frekar mikil strákastelpa í mér varðandi klæðnað og alls ekki óörugg með það hvernig ég lít út eða kem fram. En svo var það allt í einu komið, ég var óviss hvar ég átti að staðsetja mig. Einnig fannst mér aldur minn allt í einu eitthvað viðkvæmur, eða kannski ekki viðkvæmur heldur mjög mikið atriði. Ég hef aldrei verið eins oft spurð um aldur og þegar ég var einhleyp. Þess má geta að ég var 35 ára þegar ég skyldi. Ég fór tvisvar sinnum í stutt sambönd með strákum sem voru aðeins yngri en ég, ekki mikið yngri en greinilega það mikið yngri að fólk spurði mig oft um aldursmuninn. Í fyrra skiptið voru það 6 ár og það seinna 8 ár.Ég fann greinilega fyrir því að það er ekki eins samþykkt að konan sé eldri. Það þykir aðeins sérstakara og fólki finnst eðlilegt að spyrja um það á meðan mér dytti ekki í hug að spyrja vinkonu mína sem er með 8 árum eldri manni um aldursmun þeirra. Það þykir meira norm.Ég fann ekki mikið fyrir þessu fyrst en svo í eitt skiptið truflaði þetta mig aðeins. Ég fór að pæla í því hvort að ég liti út fyrir að vera mikið eldri en hann. Ég leit í spegil og skoðaði mig út frá einhverjum aldursviðmiðum. Jú andskotinn, ég er ábyggilega með dýpri línu á enninu. Verð ég ekki að redda því?Ég man að ég pantaði hikandi tíma í húðráðgjöf og fékk allskyns upplýsingar um það hvernig ég gæti tekið nokkur ár af mér með einni lítilli sprautu. Ég hugsaði mig lengi um. En svo eftir að hafa fengið enn eina aldursathugasemdina þá hringdi ég. Ég pantaði mér tíma í æskusprautuna.Þetta samband sem ég var á þessum tíma var svolítið viðkvæmt og helgina eftir endaði það frekar skyndilega á sunnudagskvöldi. Á mánudagsmorgni átti ég pantaðan tíma. En hrikalega kaldhæðnisleg tímasetning og full seint í rassinn gripið, eða sprautuna réttara sagt. Ég lagðist á bekkinn og gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér. Ég ætlaði að hætta við en bað hana í staðinn að setja bara hálft innihald sprautunnar í ennið á mér. Þegar ég var komin heim byrjaði ég að vera eitthvað skrítin. Strákarnir mínir voru búnir að vera með ælupest og ég hélt að ég hefði sloppið. En nei, aldeilis ekki! Það er óþarfi að fara út í smáatriði en jú ælupestin mætti með allri sinni dýrð. Ég hljóp á milli rúmsins og baðherbergisins fram á kvöld.Um kvöldið var ég orðin svo máttlaus að ég vissi varla hvað ég hét. Þegar ég teygi mig yfir klósettið til að kasta upp þá dett ég með andlitið á klósettið. Þegar ég segi andlitið þá meina ég ENNIÐ! Nýja fína ennið mitt. Unga ennið mitt! Daginn eftir átti ég fund sem ég mátti ekki missa af. Ég reif mig af stað, fór í sturtu og fann að mér leið betur. Þegar ég svo leit í spegilinn þá snerist mér hugur. Ég ákvað að hlífa fólki við þessari sýn. Þessari sýn sem minnti á allt annað en konu löðrandi í æskuljóma. Ennið mitt var ekki bara bólgið og upphleypt eftir sprautuna, heldur var ég marin niður á kinn eftir að hafa skallað klósettbrúnina. Ég hafði kastað svo mikið upp deginum áður að augun mín voru æðasprungin.Þarna stóð ég inni á baðherbergi, upphleypt og einhleyp eftir að hafa eitt 35 þúsund krónum í sprautu sem átti að láta mér líða betur. Það tók mig sem betur fer ekki langan tíma að átta mig á því að það var eitthvað allt annað sem þurfti að fylla upp í heldur en þessi blessaða lína á enninu á mér. Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hver er fyrsta manneskjan sem þú leitar til þegar þér líður illa? Þegar eitthvað bjátar á hver er þá fyrsta manneskjan sem þú leitar til? Það getur auðvitað verið misjafnt eftir því hvað það er sem er að hrjá okkur hvert við leitum en oft er það einhvern einn sem að er aðilinn sem við ósjálfrátt hringjum í fyrst þegar eitthvað kemur upp á. 23. ágúst 2019 09:30 Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? 21. ágúst 2019 20:15 Bone-orðin 10: Harpa heillast að ástríðu, auðmýkt og einlægni Harpa Björnsdóttir listakona með meiru er með BA í vöruhönnun og stundar nú mastersnám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Hvaða eignleikar eru það sem henni finnast heillandi og óheillandi í fari manneksju? 22. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Í síðasta pistli mínum minntist ég aðeins á útlit og svokallaða útlitsbrenglun. Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum í lífi okkar. Þegar við höfum verið lengi í sambandi komum við okkur í ákveðinn þægindaramma hvað þetta varðar. Það getur verið mjög góð tilfinning. Sumir detta þó stundum í þá gryfju að fara aðeins of mikið inn í þægindarammann og fara að hugsa minna um útlitið en áður. Þetta skilar sér svo yfirleitt í enn meira óöryggi á endanum. Þunn lína þarna. Ég fann fyrir þessu þegar ég varð einhleyp eftir 13 ár. Öll mín fullorðinsár í sambandi og ég var ábyggilega í einhverskonar þægindaramma. Svo varð ég einhleyp.Ég steig út úr skilnaðar-limmósínunni, setti á mig varalit og arkaði rauða dregilinn á háum hælum beint í átt að nýju lífi. Síðan opnaði ég dyr Einhleypu-hallarinnar sem virtist alltaf svo glæst og framandi hinum megin við lækinn. Ég var tilbúin í partýið. Næsta setning ætti kannski að vera: „Og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni!“En nei, það var víst ekki alveg svo einfalt. Þegar fólk er búið að vera lengi í sambandi sér það oft líf einhleypra í hyllingum, það sér fyrir sér mun einfaldara líf og jafnvel meira spennandi. Auðvitað eru aðstæður misjafnar og allir hafa sína sögu og reynslu. En ég fann fyrir tilfinningum sem ég bjóst ekki við að finna. Ég varð óörugg. Auðvitað fann ég þær ekki alltaf en ég fór að pæla meira í hlutum sem ég hafði ekki pælt áður í varðandi sjálfa mig.Hvernig á ég að klæða mig? Er ég of gömul fyrir stutt pils og hettupeysu? Hefur þessi fæðingarblettur alltaf verið undir auganu mínu? Ætti ég að láta taka hann? Er rassinn of flatur? Og brjóstin! Er hæðin þeirra innan skekkjumarka eða er þyngdaraflið ekki að gera mér neina greiða? Og ENNIÐ! Hvenær í andskotanum kom þessi lína á ennið mitt?Hugleiðingar og pælingar um eigið útlit urðu öðruvísi og meiri. Ég hef alltaf verið frekar mikil strákastelpa í mér varðandi klæðnað og alls ekki óörugg með það hvernig ég lít út eða kem fram. En svo var það allt í einu komið, ég var óviss hvar ég átti að staðsetja mig. Einnig fannst mér aldur minn allt í einu eitthvað viðkvæmur, eða kannski ekki viðkvæmur heldur mjög mikið atriði. Ég hef aldrei verið eins oft spurð um aldur og þegar ég var einhleyp. Þess má geta að ég var 35 ára þegar ég skyldi. Ég fór tvisvar sinnum í stutt sambönd með strákum sem voru aðeins yngri en ég, ekki mikið yngri en greinilega það mikið yngri að fólk spurði mig oft um aldursmuninn. Í fyrra skiptið voru það 6 ár og það seinna 8 ár.Ég fann greinilega fyrir því að það er ekki eins samþykkt að konan sé eldri. Það þykir aðeins sérstakara og fólki finnst eðlilegt að spyrja um það á meðan mér dytti ekki í hug að spyrja vinkonu mína sem er með 8 árum eldri manni um aldursmun þeirra. Það þykir meira norm.Ég fann ekki mikið fyrir þessu fyrst en svo í eitt skiptið truflaði þetta mig aðeins. Ég fór að pæla í því hvort að ég liti út fyrir að vera mikið eldri en hann. Ég leit í spegil og skoðaði mig út frá einhverjum aldursviðmiðum. Jú andskotinn, ég er ábyggilega með dýpri línu á enninu. Verð ég ekki að redda því?Ég man að ég pantaði hikandi tíma í húðráðgjöf og fékk allskyns upplýsingar um það hvernig ég gæti tekið nokkur ár af mér með einni lítilli sprautu. Ég hugsaði mig lengi um. En svo eftir að hafa fengið enn eina aldursathugasemdina þá hringdi ég. Ég pantaði mér tíma í æskusprautuna.Þetta samband sem ég var á þessum tíma var svolítið viðkvæmt og helgina eftir endaði það frekar skyndilega á sunnudagskvöldi. Á mánudagsmorgni átti ég pantaðan tíma. En hrikalega kaldhæðnisleg tímasetning og full seint í rassinn gripið, eða sprautuna réttara sagt. Ég lagðist á bekkinn og gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér. Ég ætlaði að hætta við en bað hana í staðinn að setja bara hálft innihald sprautunnar í ennið á mér. Þegar ég var komin heim byrjaði ég að vera eitthvað skrítin. Strákarnir mínir voru búnir að vera með ælupest og ég hélt að ég hefði sloppið. En nei, aldeilis ekki! Það er óþarfi að fara út í smáatriði en jú ælupestin mætti með allri sinni dýrð. Ég hljóp á milli rúmsins og baðherbergisins fram á kvöld.Um kvöldið var ég orðin svo máttlaus að ég vissi varla hvað ég hét. Þegar ég teygi mig yfir klósettið til að kasta upp þá dett ég með andlitið á klósettið. Þegar ég segi andlitið þá meina ég ENNIÐ! Nýja fína ennið mitt. Unga ennið mitt! Daginn eftir átti ég fund sem ég mátti ekki missa af. Ég reif mig af stað, fór í sturtu og fann að mér leið betur. Þegar ég svo leit í spegilinn þá snerist mér hugur. Ég ákvað að hlífa fólki við þessari sýn. Þessari sýn sem minnti á allt annað en konu löðrandi í æskuljóma. Ennið mitt var ekki bara bólgið og upphleypt eftir sprautuna, heldur var ég marin niður á kinn eftir að hafa skallað klósettbrúnina. Ég hafði kastað svo mikið upp deginum áður að augun mín voru æðasprungin.Þarna stóð ég inni á baðherbergi, upphleypt og einhleyp eftir að hafa eitt 35 þúsund krónum í sprautu sem átti að láta mér líða betur. Það tók mig sem betur fer ekki langan tíma að átta mig á því að það var eitthvað allt annað sem þurfti að fylla upp í heldur en þessi blessaða lína á enninu á mér.
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hver er fyrsta manneskjan sem þú leitar til þegar þér líður illa? Þegar eitthvað bjátar á hver er þá fyrsta manneskjan sem þú leitar til? Það getur auðvitað verið misjafnt eftir því hvað það er sem er að hrjá okkur hvert við leitum en oft er það einhvern einn sem að er aðilinn sem við ósjálfrátt hringjum í fyrst þegar eitthvað kemur upp á. 23. ágúst 2019 09:30 Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? 21. ágúst 2019 20:15 Bone-orðin 10: Harpa heillast að ástríðu, auðmýkt og einlægni Harpa Björnsdóttir listakona með meiru er með BA í vöruhönnun og stundar nú mastersnám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Hvaða eignleikar eru það sem henni finnast heillandi og óheillandi í fari manneksju? 22. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Hver er fyrsta manneskjan sem þú leitar til þegar þér líður illa? Þegar eitthvað bjátar á hver er þá fyrsta manneskjan sem þú leitar til? Það getur auðvitað verið misjafnt eftir því hvað það er sem er að hrjá okkur hvert við leitum en oft er það einhvern einn sem að er aðilinn sem við ósjálfrátt hringjum í fyrst þegar eitthvað kemur upp á. 23. ágúst 2019 09:30
Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? 21. ágúst 2019 20:15
Bone-orðin 10: Harpa heillast að ástríðu, auðmýkt og einlægni Harpa Björnsdóttir listakona með meiru er með BA í vöruhönnun og stundar nú mastersnám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Hvaða eignleikar eru það sem henni finnast heillandi og óheillandi í fari manneksju? 22. ágúst 2019 19:30