Fótbolti

Lukaku skorað í fyrsta leik fyrir fjögur síðustu lið sín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku fagnar marki sínu gegn Lecce.
Lukaku fagnar marki sínu gegn Lecce. vísir/getty
Romelu Lukaku stimplaði sig inn hjá Inter með marki í 4-0 sigri á nýliðum Lecce í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar á San Siro í gær.

Inter keypti belgíska framherjann frá Manchester United fyrir 72,5 milljónir punda í sumar og hann þreytti frumraun sína með liðinu í gær. Og Lukaku hefði ekki getað beðið um betri byrjun.

Það er ekkert nýtt að Lukaku skori í fyrsta leik fyrir nýtt félag. Hann skoraði einnig fyrsta leik sínum fyrir West Brom, Everton og Manchester United.



Lukaku skoraði ekki í fyrstu leikjum sínum fyrir Anderlecht, Chelsea og belgíska landsliðið. En hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir West Brom. Chelsea lánaði Belgann til West Brom fyrir tímabilið 2012-13 og hann skoraði í 3-0 sigri á Liverpool í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrir tímabilið 2013-14 aftur lánaður, nú til Everton. Í sínum fyrsta leik fyrir liðið skoraði hann sigurmarkið í 2-3 sigri á West Ham United á Upton Park.

Everton seldi Lukaku til United fyrir 75 milljónir punda 2017. Hann lék sinn fyrsta keppnisleik með liðinu gegn Real Madrid í Ofurbikar Evrópu. Lukaku skoraði mark United í 2-1 tapi.

Markið sem Lukaku skoraði fyrir Inter gegn Lecce í gær má sjá hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×