Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira