Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2019 11:00 Það veiddust 34 laxar í Laxá í Dölum í gær. Mynd: Hreggnasi FB Rigninginn síðustu daga hefur greinilega verið að hleypa lífi í árnar á vesturlandi sem hafa verið þjáðar af vatnsleysi í allt sumar. Laxá í Dölum fór ekki varhluta af þurrkum frekar en aðrar ár á svæðinu en það hefur heldur betur lifanð yfir tökunni þar síðustu daga eftir að áin hækkaði í vatni. Gærdagurinn gaf í það heila 34 laxa á aðeins sex stangir sem er líklega einn besti dagurinn í dölunum í sumar. Það er sama sagan þar og annars staðar á vesturlandi, laxinn var farinn að safnast í þá fáu hylji sem héldu vatni en er núna farinn að dreifa sér vel á öll veiðisvæði. Síðasta vika í Laxá í Dölum gaf 132 laxa eða rétt um þriðjung af heildarveiðinni í sumar og hún á örugglega eitthvað inni þar sem tímabilið er ekki búið og vaskur hópur vanra veiðimanna á leiðinni sem þekkja hana vel og eiga örugglega eftir að lyfta veiðitölum en hærra upp. Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði
Rigninginn síðustu daga hefur greinilega verið að hleypa lífi í árnar á vesturlandi sem hafa verið þjáðar af vatnsleysi í allt sumar. Laxá í Dölum fór ekki varhluta af þurrkum frekar en aðrar ár á svæðinu en það hefur heldur betur lifanð yfir tökunni þar síðustu daga eftir að áin hækkaði í vatni. Gærdagurinn gaf í það heila 34 laxa á aðeins sex stangir sem er líklega einn besti dagurinn í dölunum í sumar. Það er sama sagan þar og annars staðar á vesturlandi, laxinn var farinn að safnast í þá fáu hylji sem héldu vatni en er núna farinn að dreifa sér vel á öll veiðisvæði. Síðasta vika í Laxá í Dölum gaf 132 laxa eða rétt um þriðjung af heildarveiðinni í sumar og hún á örugglega eitthvað inni þar sem tímabilið er ekki búið og vaskur hópur vanra veiðimanna á leiðinni sem þekkja hana vel og eiga örugglega eftir að lyfta veiðitölum en hærra upp.
Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði