Upphitun: Formúlan snýr aftur eftir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 29. ágúst 2019 17:15 Búast má við fjölmörgum Varsteppan aðdáendum á Spa um helgina. Getty Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina á einni mögnuðustu kappakstursbraut í heimi, Spa Francorchamps í Belgíu. Mercedes er svo gott sem búið að tryggja sér titil bílasmiða eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Ferrari er enn án sigurs og í stað þess að vera berjast um titilinn er nú hörkuslagur um annað sætið milli ítalska liðsins og Red Bull. Uppfærða Honda vélin sem Red Bull fékk fyrir Mónakó kappaksturinn hefur reynst afar góð. Undanfarin ár hefur liðið aldrei getað keppt um sigur á Spa þar sem mikið afl er lykilatriði í Belgíu. Núna með Honda vélar má búast við Red Bull í toppslagnum um helgina.Mercedes er með 150 stiga forskot í keppni bílasmiðaGettyGetur Verstappen stöðvað Hamilton?Lewis Hamilton er nánast öruggur með titil ökuþóra. Eini ökumaðurinn sem lýtur út fyrir að geta stöðvað Bretann er Max Verstappen. Hollendingurinn er eini ökuþórinn sem unnið hefur keppni í ár sem keyrir ekki fyrir Mercedes. Verstappen er hálfur Belgi og getur hann því búist við gríðarlegum stuðningi um helgina frá hans fjölmörgu aðdáendum. Eins og áður segir er Spa ein magnaðasta kappakstursbraut í heimi. Nánast hver einasta beygja er goðsagnarkennd en þar má helst nefna Eau Rouge. Nútíma Formúlu bíll getur tekið beygjuna á rúmlega 300 kílómetra hraða. Hallinn upp fjörtíu metra háu brekkuna í beygjunni nær mest 17 prósentum. Að vanda verður hægt að fylgjast með kappakstrinum, tímatökum og æfingum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: Laugardagur 31. ágúst 09:55 Æfing Laugardagur 31. ágúst 12:50 Tímataka Sunnudagur 1. september 12:50 Kappakstur Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina á einni mögnuðustu kappakstursbraut í heimi, Spa Francorchamps í Belgíu. Mercedes er svo gott sem búið að tryggja sér titil bílasmiða eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Ferrari er enn án sigurs og í stað þess að vera berjast um titilinn er nú hörkuslagur um annað sætið milli ítalska liðsins og Red Bull. Uppfærða Honda vélin sem Red Bull fékk fyrir Mónakó kappaksturinn hefur reynst afar góð. Undanfarin ár hefur liðið aldrei getað keppt um sigur á Spa þar sem mikið afl er lykilatriði í Belgíu. Núna með Honda vélar má búast við Red Bull í toppslagnum um helgina.Mercedes er með 150 stiga forskot í keppni bílasmiðaGettyGetur Verstappen stöðvað Hamilton?Lewis Hamilton er nánast öruggur með titil ökuþóra. Eini ökumaðurinn sem lýtur út fyrir að geta stöðvað Bretann er Max Verstappen. Hollendingurinn er eini ökuþórinn sem unnið hefur keppni í ár sem keyrir ekki fyrir Mercedes. Verstappen er hálfur Belgi og getur hann því búist við gríðarlegum stuðningi um helgina frá hans fjölmörgu aðdáendum. Eins og áður segir er Spa ein magnaðasta kappakstursbraut í heimi. Nánast hver einasta beygja er goðsagnarkennd en þar má helst nefna Eau Rouge. Nútíma Formúlu bíll getur tekið beygjuna á rúmlega 300 kílómetra hraða. Hallinn upp fjörtíu metra háu brekkuna í beygjunni nær mest 17 prósentum. Að vanda verður hægt að fylgjast með kappakstrinum, tímatökum og æfingum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: Laugardagur 31. ágúst 09:55 Æfing Laugardagur 31. ágúst 12:50 Tímataka Sunnudagur 1. september 12:50 Kappakstur
Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira