Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Ungverjum: Elín Metta í sérflokki Íþróttadeild skrifar 29. ágúst 2019 21:28 Elín Metta var besti maður vallarins gegn Ungverjum. vísir/bára Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 í kvöld. Þetta var fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Elín Metta Jensen var í sérflokki á vellinum í kvöld. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru einnig á skotskónum. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti íslenska liðið um gír í þeim seinni og vann á endanum öruggan sigur. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Greip vel inn í og varði ágætt skot Zsanetts Jakabfi í seinni hálfleik.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Átti ekki góðan fyrri hálfleik og augljóst að hún var ekki að spila sína kjörstöðu. Sendingar Ingibjargar voru misgóðar og hún var út úr stöðu í jöfnunarmarki. En spilaði mun betur í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti góða sendingu á Hallberu í aðdraganda fyrsta marksins. Var óákveðin í marki Ungverja þar sem hún var fór ekki í Fanni Vágó. Fyrir utan það spilaði Glódís eins og hún gerir oftast, svöl með boltann og varðist vel. Var nálægt því að skora í upphafi seinni hálfleiks.Sif Atladóttir, miðvörður 7 Hefði kannski getað gert betur í markinu en var annars pottþétt. Var fljót að skynja hættuna og bægja henni frá og framherjar Ungverjalands komust lítt áleiðis gegn Sif.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Lagði upp mark Elínar Mettu með frábærri fyrirgjöf. Íslenska liðið fór lítið upp vinstra megin í fyrri hálfleik en Hallbera fékk úr meiru að moða í þeim seinni. Fékk boltann inn fyrir sig í marki Ungverjalands.Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður 7 Virkaði smá óstyrk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og átti nokkrar slakar fyrirgjafir. En Hlín var rétt kona á réttum stað þegar hún kom Íslandi í 2-1 með sínu þriðja landsliðsmarki. Var tekin út af eftir markið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Að venju sívinnandi og vann boltann oft. Spilaði aftar en hún hefur oft gert með landsliðinu. Líkt og allir leikmenn Íslands var hún betri í seinni hálfleik en þeim fyrri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7 Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en átti stóran þátt í viðsnúningi íslenska liðsins. Fór fyrir liðinu í pressu og var venju samkvæmt grjóthörð í návígum. Þegar Sara spilar vel spilar íslenska liðið vel.Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6 Tapaði boltanum í aðdraganda marks gestanna. Átti ágæta spretti og lék eins og allt íslenska liðið betur í seinni hálfleik en þeim fyrri.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 7 Róleg í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni. Kom sér í færi og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark.Elín Metta Jensen, framherji 9 Hennar besti landsleikur fyrir utan leikinn gegn Þýskalandi fyrir tveimur árum. Kom Íslandi yfir með laglegu marki, lagði upp mark Hlínar og skoraði svo fjórða markið í uppbótartíma. Bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði í kjölfarið átt að fá vítaspyrnu. Hreyfanleg, tók góð hlaup, skilaði boltanum vel frá sér og síógnandi.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir - (Kom inn á fyrir Hlín á 60. mínútu) 8 Frábær innkoma hjá Svövu. Átti stóran þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Var svo nálægt því að skora sjálf. Gerir tilkall til sætis í byrjunarliðinu þegar Ísland mætir Slóvakíu á mánudaginn.Fanndís Friðriksdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 60. mínútu) 7 Líkt og Svava kom Fanndís inn með mikinn kraft. Fór ansi illa með hægri bakvörð Ungverja og komst oft og iðulega í góðar stöður. Fékk dauðafæri en skaut beint á Réka Szőcs í ungverska markinu.Margrét Lára Viðarsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 73. mínútu) Var mjög ógnandi og komst nokkrum sinnum í ákjósanlegur. Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 í kvöld. Þetta var fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Elín Metta Jensen var í sérflokki á vellinum í kvöld. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru einnig á skotskónum. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti íslenska liðið um gír í þeim seinni og vann á endanum öruggan sigur. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Greip vel inn í og varði ágætt skot Zsanetts Jakabfi í seinni hálfleik.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Átti ekki góðan fyrri hálfleik og augljóst að hún var ekki að spila sína kjörstöðu. Sendingar Ingibjargar voru misgóðar og hún var út úr stöðu í jöfnunarmarki. En spilaði mun betur í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti góða sendingu á Hallberu í aðdraganda fyrsta marksins. Var óákveðin í marki Ungverja þar sem hún var fór ekki í Fanni Vágó. Fyrir utan það spilaði Glódís eins og hún gerir oftast, svöl með boltann og varðist vel. Var nálægt því að skora í upphafi seinni hálfleiks.Sif Atladóttir, miðvörður 7 Hefði kannski getað gert betur í markinu en var annars pottþétt. Var fljót að skynja hættuna og bægja henni frá og framherjar Ungverjalands komust lítt áleiðis gegn Sif.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Lagði upp mark Elínar Mettu með frábærri fyrirgjöf. Íslenska liðið fór lítið upp vinstra megin í fyrri hálfleik en Hallbera fékk úr meiru að moða í þeim seinni. Fékk boltann inn fyrir sig í marki Ungverjalands.Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður 7 Virkaði smá óstyrk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og átti nokkrar slakar fyrirgjafir. En Hlín var rétt kona á réttum stað þegar hún kom Íslandi í 2-1 með sínu þriðja landsliðsmarki. Var tekin út af eftir markið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Að venju sívinnandi og vann boltann oft. Spilaði aftar en hún hefur oft gert með landsliðinu. Líkt og allir leikmenn Íslands var hún betri í seinni hálfleik en þeim fyrri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7 Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en átti stóran þátt í viðsnúningi íslenska liðsins. Fór fyrir liðinu í pressu og var venju samkvæmt grjóthörð í návígum. Þegar Sara spilar vel spilar íslenska liðið vel.Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6 Tapaði boltanum í aðdraganda marks gestanna. Átti ágæta spretti og lék eins og allt íslenska liðið betur í seinni hálfleik en þeim fyrri.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 7 Róleg í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni. Kom sér í færi og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark.Elín Metta Jensen, framherji 9 Hennar besti landsleikur fyrir utan leikinn gegn Þýskalandi fyrir tveimur árum. Kom Íslandi yfir með laglegu marki, lagði upp mark Hlínar og skoraði svo fjórða markið í uppbótartíma. Bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði í kjölfarið átt að fá vítaspyrnu. Hreyfanleg, tók góð hlaup, skilaði boltanum vel frá sér og síógnandi.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir - (Kom inn á fyrir Hlín á 60. mínútu) 8 Frábær innkoma hjá Svövu. Átti stóran þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Var svo nálægt því að skora sjálf. Gerir tilkall til sætis í byrjunarliðinu þegar Ísland mætir Slóvakíu á mánudaginn.Fanndís Friðriksdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 60. mínútu) 7 Líkt og Svava kom Fanndís inn með mikinn kraft. Fór ansi illa með hægri bakvörð Ungverja og komst oft og iðulega í góðar stöður. Fékk dauðafæri en skaut beint á Réka Szőcs í ungverska markinu.Margrét Lára Viðarsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 73. mínútu) Var mjög ógnandi og komst nokkrum sinnum í ákjósanlegur. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54
Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00