Íslendingar ekki lengur meðal eigenda Tiger í Noregi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:45 Vöruúrvalið í Flying Tiger Copenhagen, sem hét áður Tiger, er fjölbreytt. Getty/Jeff Greenberg Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum. Noregur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum.
Noregur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira