10 milljónir Mini-bíla framleiddar Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 07:00 10 milljónasta Mini-bílnum fagnað. Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent