Guðjón Þórðarson heldur áfram að gera góða hluti með NSÍ Runavík í Færeyjum en NSÍ vann í dag 3-2 sigur á toppliðinu, Víkingi frá Götu.
Sölvi Vatnshamar kom Víkingi yfir með tveimur mörkum á fyrstu 34. mínútunum og þannig stóðu leikar í hálfleik.
NSÍ minnkaðu muninn í upphafi síðari hálfleiks, jafnaði metin er stundarfjórðungur var eftir og sigurmarkið kom svo í uppbótartíma.
Guðjón og félagar eru því komnir á toppinn. Þeir eru með 35 stig eftir 16 leiki, jafn mörg stig og Víkingur, en Víkingur með lakari markahlutfall.
NSÍ á einnig leik til góða á Víking en Heimir Guðjónsson og lærisveinar í HB eru í fjórða sætinu með 33 stig.
Guðjón á toppnum í Færeyjum eftir frábæra endurkomu
Anton Ingi Leifsson skrifar
