Sautján ára piltur hefur verið handtekinn grunaður um að hafa hent sex ára gömlum dreng fram af útsýnispalli á Tate listasafninu í Lundúnum í dag. Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma að því er kemur fram á vef BBC.
Drengurinn féll fimm hæðir og lenti á þaki safnsins. Sjúkraflutningarmenn hlúðu að drengnum á vettvangi og var hann svo færður á spítala þar sem hann liggur þungt haldinn.
Talsmaður lögreglunnar í Lundúnum segir ekkert benda til þess að hinn grunaði hafi þekkt drenginn en unglingurinn hafi verið sallarólegur áfram á útsýnispallinum eftir að drengurinn féll niður.
Henti sex ára dreng niður af tíundu hæð
Gígja Hilmarsdóttir skrifar
