Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 23:30 Boris sótti Skotland heim í gær. Getty/Jeff J. Mitchell Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira