„Vettel ætti að yfirgefa Ferrari'' Bragi Þórðarson skrifar 22. júlí 2019 17:15 Vettel hefur ekki enn náð sigri á árinu Getty „Þegar Vettel var hjá Red Bull gerði hann varla mistök, þú gleymir ekki bara hvernig á að keyra. Afhverju gerir hann öll þessi mistök hjá Ferrari?'' sagði Helmut Marko, einn af stjórum Red Bull, í vikunni. Marko þekkir Þjóðverjan vel en saman unnu þeir fjóra heimsmeistaratitla þegar Vettel keyrði fyrir Red Bull. „Hann þarf að skipta um umhverfi, það er að segja skipta um lið'' bætti Marko við. Helmut heldur að Vettel sé ekki að fá sama stuðning hjá Ferrari og hann fékk hjá Red Bull. „Sebastian er blíður og góður maður, ekki eins harður og Michael Schumacher eða Fernando Alonso, sem stóðu sig alltaf vel hjá Ferrari''. Samningur Vettel hjá Ferrari er til ársins 2020. Í undanförnum keppnum hefur Þjóðverjinn tapað fyrir unga og efnilega liðsfélaga sínum, Charles Leclerc, og gæti því farið svo að Vettel vilji yfirgefa liðið eftir tímabilið. Það sama gerðist árið 2014, þá kom Daniel Ricciardo í Red Bull liðið sem liðsfélagi Vettel. Ricciardo stóð sig almennt betur en Þjóðverjinn sem leiddi til þess að Sebastian skipti yfir til Ferrari. Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
„Þegar Vettel var hjá Red Bull gerði hann varla mistök, þú gleymir ekki bara hvernig á að keyra. Afhverju gerir hann öll þessi mistök hjá Ferrari?'' sagði Helmut Marko, einn af stjórum Red Bull, í vikunni. Marko þekkir Þjóðverjan vel en saman unnu þeir fjóra heimsmeistaratitla þegar Vettel keyrði fyrir Red Bull. „Hann þarf að skipta um umhverfi, það er að segja skipta um lið'' bætti Marko við. Helmut heldur að Vettel sé ekki að fá sama stuðning hjá Ferrari og hann fékk hjá Red Bull. „Sebastian er blíður og góður maður, ekki eins harður og Michael Schumacher eða Fernando Alonso, sem stóðu sig alltaf vel hjá Ferrari''. Samningur Vettel hjá Ferrari er til ársins 2020. Í undanförnum keppnum hefur Þjóðverjinn tapað fyrir unga og efnilega liðsfélaga sínum, Charles Leclerc, og gæti því farið svo að Vettel vilji yfirgefa liðið eftir tímabilið. Það sama gerðist árið 2014, þá kom Daniel Ricciardo í Red Bull liðið sem liðsfélagi Vettel. Ricciardo stóð sig almennt betur en Þjóðverjinn sem leiddi til þess að Sebastian skipti yfir til Ferrari.
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira