Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2019 14:13 Mynd: www.ranga.is Það er sem betur fer ekki bölmóður og erfið veiðiskilyrði í öllum ánum á landinum því það er hörkugangur í Eystri Rangá. Veiðin tók snarlega kipp um miðjan mánuðinn eins og flestir voru búnir að búast við og síðasta vika sýnir vel hvað það er mikið að ganga í ánna. Það var 51 lax í Eystri í miðvikudag og á fimmtudaginn datt það niður í 40 laxa en þá var áin skoluð. Þegar áin hreinsaði sig aftur komu 67 á föstudag og 81 lax á laugadaginn. Þegar það er svona góður stígandi í göngunum þá styttist í að dagarnir fari að gefa um og yfir 100 laxa en það er als ekki óalgengt. Það hefur verið að bera meira á smálaxi síðustu daga sem er góðs viti því smálaxinn er yfirleitt nokkuð seinna á ferðinni og þegar hann mætir eru veiðitölurnaransi fljótar að rjúka upp. Staðan í Eystri er sem sagt þannig núna að það er bara talið niður í að áinn fari yfir 1.000 laxa en það er nokkuð ljóst að hún verður fyrst til þess í sumar af laxveiðiánum. Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði
Það er sem betur fer ekki bölmóður og erfið veiðiskilyrði í öllum ánum á landinum því það er hörkugangur í Eystri Rangá. Veiðin tók snarlega kipp um miðjan mánuðinn eins og flestir voru búnir að búast við og síðasta vika sýnir vel hvað það er mikið að ganga í ánna. Það var 51 lax í Eystri í miðvikudag og á fimmtudaginn datt það niður í 40 laxa en þá var áin skoluð. Þegar áin hreinsaði sig aftur komu 67 á föstudag og 81 lax á laugadaginn. Þegar það er svona góður stígandi í göngunum þá styttist í að dagarnir fari að gefa um og yfir 100 laxa en það er als ekki óalgengt. Það hefur verið að bera meira á smálaxi síðustu daga sem er góðs viti því smálaxinn er yfirleitt nokkuð seinna á ferðinni og þegar hann mætir eru veiðitölurnaransi fljótar að rjúka upp. Staðan í Eystri er sem sagt þannig núna að það er bara talið niður í að áinn fari yfir 1.000 laxa en það er nokkuð ljóst að hún verður fyrst til þess í sumar af laxveiðiánum.
Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði