Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 11:09 Boris Johnson verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hér ávarpar hann flokkssystkini sín eftir að niðurstöður voru tilkynntar í dag. Vísir/EPA Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir. Bretland Brexit Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir.
Bretland Brexit Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira